Krakkakiljan verður jólaleg í desember. Við ætlum að skoða jólasögur sem birtast okkur á mismunandi hátt - sem jólatextar í jólalögum, í bókum og kvikmyndum.
Í dag eru það jólabækur, eða kannski öllu heldur jólabókin. Hin eina sanna Jólin koma eftir Jóhannes úr Kötlum þar sem jólasveinarnir þrettán eins og við þekkjum þá í dag spretta ljóslifandi fram í kvæðum og myndum. Við fáum til okkar tvo jólabókaorma, þau Vigdísi Unu og Kára, sem þekkja þessa bók gjörsamlega út og inn. Þau spjalla um bókina við Björk Bjarnadóttur sem er umhverfisþjóðfræðingur og veit heilmargt um jólasveinana.
Í lokin fræðumst við aðeins um jólakveðjurnar í útvarpinu og krakkarnir fá aðstoð við að lesa upp jólakveðju KrakkaRÚV árið 2020.
Viðmælendur:
Vigdís Una Tómasdóttir
Kári Tuvia Ruebner Kjartansson
Björk Bjarnadóttir, umhverfisþjóðfræðingur
Sigvaldi Júlíusson, útvarpsþulur
Umsjón:
Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Jóhannes Ólafsson