Sign up to save your podcastsEmail addressPasswordRegisterOrContinue with GoogleAlready have an account? Log in here.
FAQs about Labbitúr:How many episodes does Labbitúr have?The podcast currently has 31 episodes available.
November 11, 2025Labbitúr: Ragga GíslaRagga Gísla um feimnina, höggborann, Grýlurnar og að setja mótlæti á færiband út í geiminnRagnhildur Gísladóttir hefur verið ein af skærustu stjörnum íslenskrar tónlistar í áratugi – bæði sem sólólistamaður og með hljómsveitum á borð við Brunaliðið, Grýlurnar og Stuðmenn. Hún hefur sungið þjóðhátíðarlög, samið tilraunakennd verk og lifað í takt við tónlistina nánast frá því hún man eftir sér. Í viðtali við Halla Þorleifsson í Labbitúr opnar hún sig um allt frá Bernskuminningum og ástinni á skrítnum hljóðum yfir í kennslu, þunglyndi – og mikilvægi þess að klippa á snúrur.Komdu í Labbitúr með Halla, þar sem skapandi fólk segir sína sögu. Allt frá rithöfundum til stórleikara og uppistandara deila reynslu sinni og gefa innsýn í þeirra hugarheim....more2h 2minPlay
November 04, 2025Labbitúr: Óli EgilsÓli Egils um áfengi, Bubba, fjölskylduna og leikinn sem lögmálÓlafur Egill Egilsson hefur komið víða við – sem leikari, leikstjóri og handritshöfundur. Hann hefur leikið í klassískum kvikmyndum eins og Einkalífi, skrifað og leikstýrt á sviðum borgarinnar og nýlega snert hjörtu landsmanna með verkinu Níu líf Bubba, sem hann skrifaði og setti á svið í Þjóðleikhúsinu.Í viðtali við Halli Þorleifsson í Labbitúr fer hann yfir feril sinn og lífið sjálft með þeirri blöndu af dýpt, sjálfsgagni og hlýju sem einkennir Óla best.Komdu í Labbitúr með Halla, þar sem skapandi fólk segir sína sögu. Allt frá rithöfundum til stórleikara og uppistandara deila reynslu sinni og gefa innsýn í þeirra hugarheim....more1h 45minPlay
October 28, 2025Labbitúr: Friðgeir EinarssonFriðgeir Einarsson hefur komið víða við á íslenskum menningarpalli síðustu ár – sem leikari, leikstjóri, rithöfundur og skaupshöfundur. Í nýjasta þætti Labbitúrs ræðir hann við Halla Þorleifsson um það að vilja stjórna öllu… en líka sleppa takinu. Og að skrifa sér hlutverk sem eru svolítið gremjuleg. Eins og hann segir sjálfur: „Ég er kannski bara í svona góðri æfingu að nota einhverja svona karakterbresti og pirring sem koma frá mér sjálfum.“Komdu í Labbitúr með Halla, þar sem skapandi fólk segir sína sögu. Allt frá rithöfundum til stórleikara og uppistandara deila reynslu sinni og gefa innsýn í þeirra hugarheim....more1h 31minPlay
October 21, 2025Labbitúr: Bragi ValdimarBragi Valdimar Skúlason hefur verið hluti af lífi þjóðarinnar í meira en tvo áratugi. Með skop, söng, framkomu á skjá og smekkleysu að eigin sögn. Í nýjasta þætti Labbitúrs gengur hann um götur borgarinnar með Haraldi „Halla“ Þorleifssyni þar sem þeir ræða allt frá þungarokki og jólalögum yfir í íslenskuna og gervigreind.Það sem byrjaði sem tæknitilraun um aldamótin hefur á undarlegan hátt þróast í eitt vinsælasta jólaskrímsli landsins. Baggalútur.Komdu í Labbitúr með Halla, þar sem skapandi fólk segir sína sögu. Allt frá rithöfundum til stórleikara og uppistandara deila reynslu sinni og gefa innsýn í þeirra hugarheim....more1h 17minPlay
October 14, 2025Labbitúr: Sigtryggur BaldurssonSigtryggur Baldursson hefur lifað tónlistarlífi sem fæstir geta státað af. Hann var einn af stofnmeðlimum Sykurmolana, sveit sem setti Ísland á heimskortið þegar hún hitaði meðal annars upp fyrir U2 á sínum tíma. Í dag sinnir hann starfi hjá Tónlistarmiðstöðinni, leiðir verkefni sem styðja íslenska tónlist um allan heim og segir tónlistarbransann bæði fallegan og óútreiknanlegan.Halli Þorleifsson gekk með Sigtryggi í nýjasta þætti hlaðvarpsins Labbitúr, þar sem farið var yfir bæði fortíð og nútíð – frá pönki til styrkja, frá bátablæti til bjartsýniKomdu í Labbitúr með Halla, þar sem skapandi fólk segir sína sögu. Allt frá rithöfundum til stórleikara og uppistandara deila reynslu sinni og gefa innsýn í þeirra hugarheim....more1h 41minPlay
October 07, 2025Labbitúr: Edda BjörgvinsdóttirEdda Björgvinsdóttir, ein ástsælasta og áhrifamesta leikkona landsins, tók þátt í nýjasta þætti hlaðvarpsins Labbitúr þar sem hún gekk um götur Reykjavíkur með Haraldi „Halla“ Þorleifssyni. Þar ræðir hún opinskátt um leiklistina, sorgina, ástina, húmorinn – og að orkan sé loksins komin aftur.„Ef hláturinn er ekki í lífinu þá á að ná í hann.“Komdu í Labbitúr með Halla, þar sem skapandi fólk segir sína sögu. Allt frá rithöfundum til stórleikara og uppistandara deila reynslu sinni og gefa innsýn í þeirra hugarheim....more1h 23minPlay
September 30, 2025Labbitúr: Ingvar E. SigurðssonIngvar E. Sigurðsson, einn virtasti leikari Íslandssögunnar, rölti nýverið með Haraldi „Halla“ Þorleifssyni í gegnum miðborg Reykjavíkur í hlaðvarpsþættinum Labbitúr. Þar deilir hann dýrmætum viskuperlum, myndrænum líkingum og persónulegum sögum af löndum og farsælum ferli á sviði, í þáttum og kvikmyndum.Komdu í Labbitúr með Halla, þar sem skapandi fólk segir sína sögu. Allt frá rithöfundum til stórleikara og uppistandara deila reynslu sinni og gefa innsýn í þeirra hugarheim....more1h 47minPlay
September 22, 2025Labbitúr: Ásgeir TraustiÁsgeir Trausti er einn af ástsælustu tónlistarmönnum Íslands, bæði heima og erlendis. Í nýjasta þætti Labbitúrs gengur hann með Haraldi „Halla“ Þorleifssyni um götur Reykjavíkur og spjallar opinskátt um ferilinn, fjölskylduna, streaming-kerfið og draumana sem enn lifa.Komdu í Labbitúr með Halla, þar sem skapandi fólk segir sína sögu. Allt frá rithöfundum til stórleikara og uppistandara deila reynslu sinni og gefa innsýn í þeirra hugarheim....more1h 34minPlay
September 15, 2025Labbitúr: Saga GarðarsdóttirSaga Garðarsdóttir er ein ástsælasta leikkona og uppistandari þjóðarinnar. Hún hefur náð einstökum árangri í sviðslistum og grínheiminum með sinn persónulega, hráa og oft hjartnæma stíl. Í nýjasta þætti Labbitúrs gengur hún með Haraldi „Halla“ Þorleifssyni um götur borgarinnar og spjallar hispurslaust um fjölskyldulíf, frægð og sjálfstraustið sem fylgir sviðinu – og hvað það er erfitt að semja brandara.Komdu í Labbitúr með Halla, þar sem skapandi fólk segir sína sögu. Allt frá rithöfundum til stórleikara og uppistandara deila reynslu sinni og gefa innsýn í þeirra hugarheim....more1h 42minPlay
September 09, 2025Labbitúr: Baltasar KormákurBaltasar Kormákur þarf vart að kynna. Hann er líklega þekktasti kvikmyndaleikstjóri Íslandssögunnar, með feril sem spannar íslenskar kvikmyndir, stórmyndir frá Hollywood og eigin kvikmyndaver – RVK Studios – sem hefur sett Ísland á heimskort kvikmyndagerðar. Í þessum þætti labbar hann með Halla um stúdíóið sem sem hann byggði og fer yfir ævi, áhrif og ólíka fasa í sínum stórbrotnu ferli.Komdu í Labbitúr með Halla, þar sem skapandi fólk segir sína sögu. Allt frá rithöfundum til stórleikara og uppistandara deila reynslu sinni og gefa innsýn í þeirra hugarheim....more1h 20minPlay
FAQs about Labbitúr:How many episodes does Labbitúr have?The podcast currently has 31 episodes available.