Hlaðvarp Heimildarinnar

Raddir margbreytileikans – „Lögreglan þarf að endurspegla aukinn margbreytileika samfélagsins“


Listen Later

Í þessum þætti er rætt við Eyrúnu Eyþórsdóttur mannfræðing og lögreglufræðing um rannsóknir hennar og störf og ýmis mál sem komið hafa upp nýlega á Íslandi þar sem rasísk ummæli og atferli hefur verið ofarlega á baugi upp á síðkastið og vakið mikla opinbera athygli og gremju. Tengt þessu hafa meginrannsóknaráherslur Eyrúnar verið hlutverk löggæslu í fjölbreyttu samfélagi og hvernig lögreglan þarf að laga sig að síbreytilegum aðstæðum í íslensku samfélagi. Þetta tengist m.a. rannsóknum á hatursorðræðu og hatursglæpum, á Íslandi sem og í nágrannalöndunum, og uppgangi öfga hægri afla sem ala á útlendingahatri og rasisma.
Rannsóknir og störf (kennsla) Eyrúnar hafa m.a. snúið að því hvernig þessir þættir hafa áhrif á störf lögreglunnar og hvort hún sé að bregðast við þessum þáttum á viðeigandi hátt. Hluti af þessum viðbrögðum er það sem kallast á ensku „racial profiling“, eða „kynþáttamiðuð greining“, þar sem kynþætt einkenni eru áberandi í því hvernig fólk er grunað um glæpi út frá ákveðnum staðalmyndum, eins og húðlit, en umræða um þetta hefur verið áberandi á Íslandi síðustu vikurnar. Kennsla í lögreglufræðum er og hefur verið mikilvægur hluti af starfi og rannsóknum Eyrúnar, þar sem áherslan er á að auka vitund, þekkingu og færni lögreglunnar þegar kemur að samskiptum við ólíka minnihlutahópa í íslensku samfélagi og hafa námskeið hennar við Háskólann á Akureyri einkum snúist um þær áherslur.
Eyrún Eyþórsdóttir fæddist í Reykjavík 1973. Hún lauk BA prófi í mannfræði við HÍ 2003, MA prófi í félagsfræði við HÍ 2008 og doktorsnámi við HÍ í mannfræði 2022. Auk þess hóf hún nám í Lögregluskólanum árið 2003 og starfaði sem lögreglukona frá 2003 til 2018. Eyrún starfar nú sem lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Hlaðvarp HeimildarinnarBy Heimildin

  • 4.6
  • 4.6
  • 4.6
  • 4.6
  • 4.6

4.6

18 ratings


More shows like Hlaðvarp Heimildarinnar

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

478 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

150 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

25 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

129 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

27 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

16 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

70 Listeners

Morðskúrinn by mordskurinn

Morðskúrinn

23 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

25 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

15 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

29 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

11 Listeners