Samtal við samfélagið, hlaðvarp félagsfræðinnar, snýr aftur eftir langt hlé. Við kynnum David Reimer, prófessor í félagsfræði og menntavísindum, en hann er gengin til liðs við hlaðvarpið. Í þessum þætti spjallar hann við Michelle Jackson, dósent í félagsfræði við Stanford háskólann í Bandaríkjunum. Hún er í ráðgjafanefnd stórs evrópsks rannsóknarverkefnis sem David leiðir og var í heimsókn hér á landi í september síðastliðnum, en þá var viðtalið tekið. Í rannóknum sínum beinir Michelle sjónum að menntun og ójöfnuði. Þau David og Michelle fara yfir víðan völl í samtali sínu, þar sem þau ræða meðal annars um nýja bók hennar sem skoðar breytingar í verkaskiptingu síðastliðin 150 ár með áherslu á kennaragreinar, en koma líka inn á stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember.