Sigurbjörn Hreiðarsson er sennilega ein mesta goðsögn í sögu Knattspyrnufélagsins Vals enda spilaði hann með liðinu í 19 ár og var fyrirliði bróðurpart þess tíma. Þrátt fyrir gylliboð annarra og miklu betri liða á erfiðum árum hélt hann alltaf tryggð við klúbbinn og var verðlaunaður vel á árunum 2005 til snemmsumars 2008 þegar Valur unnu flestöll mót sem í boði voru hvort sem var á veturna, vorin, sumrin eða haustin. Bjössi gerði upp 19 ára rússibanareið sem leikmaður á Hlíðarenda og stillti upp frábæru Draumaliði og sett met í shoutouti á leikmönnum á varamannabekkinn.