Þátturinn er í boði Quest Portal og Malbygg
Fyrir langa löngu í póstnúmeri langt langt í burtu settust nokkrir nördar niður og stofnuðu bókaklúbb. Þar voru ræddar fantasíur og vísindaskáldsögur, þeim gefnar einkunnir og innihald bókanna greint í þaula. Þessi félagskapur kallaði sig "Rafkindurnar". Við höfum nú ákveðið að blása lífi í þennan klúbb að nýju og leyfum ykkur kæru hlustendur að gæjast inn hvað fer þar fram!
Í hverjum þætti tökum við fyrir eina bók sem allir í hópnum hafa lesið og greinum niður eftir þartilgerðu kerfi. Við gefum stig frá 1-10 fyrir heimssköpun, persónusköpun, stíl, sögu og skemmtanagildi.
Í þessum fyrsta þætti er engin eiginleg bók tekin fyrir heldur kynnum við hugmyndina og byggingu þáttarins, förum yfir hvað við höfum lesið nýlega og hvað er í vændum.
Endilega takið þátt í umræðum og segið ykkar skoðun í hópnum okkar á Facebook:
www.facebook.com/groups/svortutungurnar
Við teygjum anga okkar yfir breiðan völl internetsins, því nú erum við komin með vefsíðu OG instagram síðu. Þar munum við henda inn allskonar uppfærslum og rugli. Klikkið endilega við!
Insta: www.instagram.com/svortutungurnar
Vefsíða: www.svortutungurnar.is/
– Mættir eru: Hjörtur, Hannes, Hlynur, Hilmir og Snæbjörn
– Tónlist: Attack of the 50 Foot Woman
– Flytjandi: Isaac Asimov