Þátturinn er í boði Malbygg
Bjössi og Hjörtur eru aftur komnir saman tveir til að leysa ráðgátur lífsins og greiða úr flækjum manneskjunnar. En fyrst og fremst ræða þeir um tölvuleiki.
Ok. Kannski ekki fyrst og fremst. En það var allavega hugmyndin og þeir svo sannarlega gera það þegar þeir loksins koma sér að efninu. Hvers konar tölvuleik myndu ÞEIR vilja búa til? Er þetta enn einn "open world" leikurinn á borð við Fallout 3 eða Read Dead Redemption? Eða kannski skotleikur? Eða jafnvel ævintýraleikur í ætt við Monkey Island og Day of the Tentacle?
Hvað er málið með gagnrýni á poppkúltúr á internetinu? Hvernig nær maður sér á strik eftir langt jólafrí? Hvað í fjandanum gerðist eiginlega í covid? Og hvað ætlar ógæfusami rannsóknarlögreglumaðurinn Brjánn Brjánsson til bragðs að taka þegar hann kemur fram á hrottalegan glæp sem framinn var á bryggjusvæðinu í Reykjavík árið 1960?
Endilega takið þátt í umræðum og segið ykkar skoðun í hópnum okkar á Facebook:
www.facebook.com/groups/svortutungurnar
Kíkið líka endilega á samfélagsmiðla okkar en þar detta inn allskonar tíðindi og skemmtilegheit:
Insta: www.instagram.com/svortutungurnar
Vefsíða: www.svortutungurnar.is/
– Mættir eru: Bjössi og Hjörtur
– Tónlist: Dissonant Whispers
– Flytjandi: Scorching Ray Taylor