Hlaðvarp Heimildarinnar

Tæknivarpið - Ný stefna hjá Intel og Grid úr beta


Listen Later

Það er eldgos og tæknin spilar smá hlutverk þar enda snertir það flesta anga lífs okkar. Björn Steinbekk náði ótrúlegu drónamyndband með DJI FPV drónanum þar sem hann fer í gegnum eldgosagusu á ógnarhraða. Myndbandið Lava Surfing! er að finna á Youtube ásamt fleiri skotum og endaði á The Verge tæknifréttasíðunni https://www.theverge.com/tldr/2021/3/22/22344113/iceland-volcano-eruption-drone-footage-fagradalsfjall.
Íslenska ríkið kynnti nýja stafræna stefnu sem við erum mjög spenntir fyrir, en enginn náði þó að kynna sér hana. Við köllum því eftir aðila í þáttinn til að fræða okkur um stafræna stefnu ríksins!
Grid er komið út úr beta prófunum og hefur sölu á þjónustu sinni. Grid er sniðug leið til að birta gögn á lifandi máta. Grid kostar frá 29USD á mánuði, en það er í boði ókeypis pakki með takmörkuðum eiginleikum. Til hamingju Grid! https://grid.is
Ökuvísir frá VÍS virðist biðja um aðgang að gögnum tengt “Health & fitness” í Apple tækjum samkvæmt “Privacy values” inn í App Store. En hvaða gögn vitum við ekki. Við höfum óskað eftir ítarlegu svari frá VÍS.
Intel er lítið í sér og drullar yfir Apple í nýjum auglýsingum, sem er nýlega farið að nota sína eigin örgjörva. Intel réð til verksins leikarann Justin Long, en hann lék einmitt Mac Guy í auglýsingum Apple frá þarsíðasta áratug sem hétu “Get a Mac”. Þar gerði Apple óspart lítið úr “PC” tölvum (sem Mac tölvur eru samt líka, einkatölvur). Nú er Intel að hefna sín á Apple og gerir lítið úr fjölbreytileika tækja þeirra. Auglýsingarnar hitta flestar vel utan marks og ein þeirra bætir nú ásýnd Macbook Pro með því að færa skjáinn nær köntum. https://www.youtube.com/watch?v=rvDDC6ktCUg
Intel er að taka sig í gegn og ætlar að taka nýja stefnu. Intel ætlar að setja 20 ma. USD í tvær nýjar bandarískar verksmiðjur í Arizona. Intel einnig að nýta sér aðrar verksmiðjur til að smíða Intel örgjörva. Intel ætlar svo að opna sig gagnvart því að framleiða örgjörva fyrir aðra, rétt eins og TSMC og fleiri verksmiðjur (e. foundries). Intel hefur verið gagnrýnt síðastliðin 5 ár fyrir að dragast vel afturúr samkeppninni og eru nýju tölvuörgjörvar Apple til marks um það.
OnePlus kynnti þrjá nýja síma í vikunni: OnePlus 9, 9 Pro og 9R og við erum spenntir.
Fyrirtæki Elon Musk, Starlink, hefur opnað fyrir forpantanir. Starlink er gervitunglanetkerfi sem býður upp á allt að 100 megabita hraða á sekúndu og 20 millísekúnda svartíma. Það verður í boði á Íslandi á næsta ári. Borga þarf 99USD til að taka frá sæti í röðinni. Fyrst kemur, fyrst fær! https://www.starlink.com
Chris Metzen sem var 22 ár hjá Blizzard hætti í fyrra og stofnaði nýtt fyrirtæki með öðrum fyrrum samstarfsmönnum sínum: Warchief Gaming. Fyrsta verkefnið þeirra hefur verið tilkynnt: Auroboros: Coils of the Serpent. Það verður leikur byggður á fimmtu útgáfu Dungeons & Dragons og verður hann fjármagnaður á Kickstarter sem opnar 20. apríl næstkomandi. Kickstarter
Stjórnendur í þætti 271 eru Atli Stefán, Bjarni Ben og Elmar Torfason.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Hlaðvarp HeimildarinnarBy Heimildin

  • 4.6
  • 4.6
  • 4.6
  • 4.6
  • 4.6

4.6

18 ratings


More shows like Hlaðvarp Heimildarinnar

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

471 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

24 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

131 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

18 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

14 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

74 Listeners

Morðskúrinn by mordskurinn

Morðskúrinn

23 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

32 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

23 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

22 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

10 Listeners