Apríl Harpa kom til mín í annað skiptið og margt hefur runnið til sjávar síðan. Dóttir hennar Lúna kom í heiminn og talar Apríl og krefjandi fæðingu og hvernig var að fæða barn á Bali. Hún talar einnig um tímann eftir barnsburð og hversu mikilvægur hann er fyrir bæði barn og foreldra. Við ræðum tilfinningar á bakvið ástarsorg og öfundsýki ásamt svo mörgu öðru. Ef það er eitthvað sem við Apríl getum þá er það að tala um allt milli himins og jarðar. Ég vill meina að þátturinn er smá svona soulfood og vona að þið verðið ánægð með hann -