Hlaðvarp Heimildarinnar

Þjóðhættir – Álagablettir og bannhelgi


Listen Later

Í þættinum ræðir Vilhlemína við Jón Jónsson þjóðfræðing og verkefnisstjóra hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Ströndum – þjóðfræðistofu.
Í desember á síðasta ári kom út bókin Álagablettir á Ströndum. Höfundar eru feðginin Jón og Dagrún Ósk Jónsdóttir og er útgáfan samstarf milli Rannsóknasetursins og Sauðfjárseturs á Ströndum. Bókin er ríkulega myndskreytt en Jón og Dagrún gengu á alla þá staði sem fjallað er um í bókinni og mynduðu álagabletti. Þau ræddu einnig við heimafólk og staðkunnuga og söfnuðu nýjum frásögnum af álagablettum sem enn lifa í munnmælum. Jón segir frá tilurð bókarinnar og rannsóknum á álagablettum á Ströndum. Þá ræðir hann mikilvægi þess að rannsóknum sé miðlað með aðgengilegum hætti til almennings.
Sögur af álagablettum hafa ákveðin einkenni. Í sögunum kemur fram aðvörun um að ekki skuli gera eitthvað á álagablettinum eða í námunda við hann. Ef brotið sé gegn því þá fylgir einhver refsing í kjölfarið. Jón ræðir sögurnar í víðu samhengi, um söfnun þjóðfræðiefnis og hvernig frásagnir og þekking er tengd landslagi. Jón segir einnig frá skelfilegum atburðum sem áttu sér stað í Goðdal árið 1948 þegar snjóflóð féll og sex manns fórust. Í fréttaflutningi um málið var strax farið að tengja atburðina við þjóðsagnaminnið um álagablett á jörðinni.
Í lokin segir Jón frá öðrum verkefnum Rannsóknasetursins, meðal annars frá stórri rannsókn á sérstæðri dagbók frá svæðinu, rannsóknum á þjóðtrú og verkefni sem tengist gömlum ljósmyndum. Þá eru áhugaverðar sýningar framundan. Í sumar mun opna ný sýning um heimsóknir hvítabjarna á Vestfjörðum á Sauðfjársetrinu og einnig verður opnuð ný sýning í kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði, sem er hluti af Galdrasýningunni á Ströndum.
Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir doktorsnemar í þjóðfræði.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Hlaðvarp HeimildarinnarBy Heimildin

  • 4.6
  • 4.6
  • 4.6
  • 4.6
  • 4.6

4.6

18 ratings


More shows like Hlaðvarp Heimildarinnar

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

475 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

25 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

130 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

16 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

71 Listeners

Morðskúrinn by mordskurinn

Morðskúrinn

23 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

24 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

28 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

11 Listeners