Hlaðvarp Heimildarinnar

Þjóðhættir - Galdrabrennur, lækningajurtir, þjóðfræði og ritstörf


Listen Later

Doktor Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir hefur komið víða við í gegnum tíðina. Lengi vel kenndi hún þjóðfræði í Háskóla Íslands og í ritstörfum sínum hefur hún fengist við þjóðfræðilegt efni. Ólína hefur meðal annars gefið út bækur um galdra, lækningajurtir og nú síðast bókina Ilmreyr. Í þættinum ræðir Dagrún Ósk við Ólínu um þjóðfræði og ritstörfin.
Ólína hefur rannsakað brennuöldina á Íslandi, galdra og galdratrú. Í rannsókninni studdist Ólína bæði við dómsskjöl og þjóðsögur og segir hún frá hvernig þessar ólíku heimildir opinbera áhugaverðan mun á viðhorfi til galdrafólks. Með galdrafárinu varð hugarfarsbreyting sem gerði það að verkum að fólk var brennt fyrir galdra víða í Evrópu, en galdrabrennur á Íslandi eru sérstakar að því leyti að fleiri karlar en konur urðu eldinum að bráð.
Ólína segir einnig frá bók sinni Lífsgrös og leyndir dómar sem byggir á rannsókn hennar á grasalækningahefðum. Á Íslandi er rík alþýðulækningahefð, bæði í fortíð og samtíð en auk þess ræðir Ólína um hlut kvenna í lækningasögunni.
Í nýjastu bók sinni, Ilmreyr, er Ólína á persónulegri nótum. Bókin er kveðja frá dóttur til móður en um leið óður til formæðra og -feðra sem háðu lífsstríð sitt vestur á fjörðum. Þó bókin sé persónuleg er hún ekki síður saga þjóðar og aldarspegill. Í þættinum segir Ólína frá bókinni og æskuminningum sínum að vestan, sögum af björgunarafrekinu við Látrabjarg og röskun á álagabletti.
Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir doktorsnemar í þjóðfræði.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Hlaðvarp HeimildarinnarBy Heimildin

  • 4.6
  • 4.6
  • 4.6
  • 4.6
  • 4.6

4.6

18 ratings


More shows like Hlaðvarp Heimildarinnar

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

472 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

150 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

24 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

133 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

23 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

14 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Morðskúrinn by mordskurinn

Morðskúrinn

23 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

35 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

24 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

21 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

15 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

23 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

10 Listeners