Hlaðvarp Heimildarinnar

Þjóðhættir – Hættið þessu fikti strákar!


Listen Later

Í þættinum ræða Dagrún og Vilhelmína við Særúnu Lísu Birgisdóttur þjóðfræðing. Særún Lísa segir frá nýrri bók sinni sem nefnist Hættið þessu fikti strákar! Bókin fjallar um homma í íslensku samfélagi og menningu, frá tímum Íslendingasagnanna og fram yfir hernám. Áhugann á efninu fékk Særún strax í þjóðfræðinámi sínu, upphaflega í námskeiðinu Söfnun þjóðfræða, en svo þróaðist áhuginn, efnið og rannsóknin og hún vann úr því bæði í BA-ritgerð sinni og meistararitgerð. Í rannsókninni byggir hún meðal annars á frásögnum og viðtölum við karlmenn sem voru í „ástandinu“ á hernámsárunum. Þá byggir hún einnig á dagbókarskrifum, blaðaumfjöllun og fleiru um viðhorf til samkynhneigðra manna.
Með bókinni segist Særún Lísa vilja veita hommum fortíðar uppreist æru með því að draga sögur þeirra fram í dagsljósið. Hún segir einnig að bókin sjálf eigi að vera fallegur prentgripur, áberandi og skínandi fögur svo hún lendi ekki inni í skáp eins og margir af viðmælendum hennar gerðu. Ingibjörg Soffía Oddsdóttir, grafískur hönnuður, hannaði bókina og er hún prýdd verkum eftir myndlistarkonuna Írisi Auði Jónsdóttur.
Særún Lísa safnar nú fyrir útgáfu bókarinnar með hópfjármögnun. Þau sem vilja kynna sér bókina og styðja við útgáfu hennar geta skoðað verkefnið nánar á slóðinni:
https://www.karolinafund.com/project/view/4210
Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir kennarar í þjóðfræði við Háskóla Íslands.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Hlaðvarp HeimildarinnarBy Heimildin

  • 4.6
  • 4.6
  • 4.6
  • 4.6
  • 4.6

4.6

18 ratings


More shows like Hlaðvarp Heimildarinnar

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

472 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

150 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

24 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

19 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

14 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

74 Listeners

Morðskúrinn by mordskurinn

Morðskúrinn

23 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

33 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

24 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

21 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

21 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

10 Listeners