Hlaðvarp Heimildarinnar

Þjóðhættir – Hver kynslóð verður að uppgötva sagnaarfinn: bókmenntir, galdra og varúlfa


Listen Later

Aðalheiður Guðmundsdóttir er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Áður var Aðalheiður dósent við þjóðfræðideild HÍ og kenndi meðal annars kúrsa um ævintýri, galdra og þjóðsagnafræði.
Í þættinum ræða Dagrún og Vilhelmína við Aðalheiði um rannsóknir hennar á miðaldabókmenntum og fornaldasögum. Aðalheiður hefur rannsakað hvernig fornaldasagnahefðin birtist í Evrópu og ákveðnar sögur eða sögubrot sjást til dæmis á mynd- og rúnasteinum, í kvæðum, kirkjulist, sagnadönsum og veggteppum. Þessar sögur, sem byggja á sameiginlegri sagnahefð, verða svo að bókmenntum hér á Íslandi.
Aðalheiður segir einnig frá því hvernig hún hefur rannsakað þjóðfræðiefni í miðaldabókmenntum, meðal annars minnið um vondu stjúpuna, galdra og álög. Þá segir hún frá varúlfum, eða hamskiptaminninu sem er sívinsælt jafnt meðal lesenda og fræðifólks. Í íslenskum miðaldabókmenntum má finna þó nokkrar sögur af varúlfum, sem eru yfirleitt karlkyns, og segja þá frá dýrinu innra með okkur sem brýst út við sérstakar aðstæður.
Nú á næstunni eru væntanlegar þrjár bækur sem Aðalheiður hefur unnið að. Þetta eru tvö fyrstu bindin í ritröðinni Arfur aldanna, þar sem fjallað er um fornaldasögurnar. Að auki er væntanlegt ritið Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi. Aðalheiður bendir á að mikilvægt sé að hampa ekki ákveðnum þáttum bókmenntasögunnar á kostnað annarra og að hver kynslóð verði að fá að uppgötva arfinn upp á eigin spýtur. Aðalheiður ræðir einnig hvernig dægurmenning og kvikmyndir sækja innblástur sagnaarfinn og miðaldabókmenntir.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Hlaðvarp HeimildarinnarBy Heimildin

  • 4.6
  • 4.6
  • 4.6
  • 4.6
  • 4.6

4.6

18 ratings


More shows like Hlaðvarp Heimildarinnar

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

472 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

150 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

25 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

133 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

20 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

14 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

74 Listeners

Morðskúrinn by mordskurinn

Morðskúrinn

23 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

35 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

24 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

21 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

15 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

21 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

10 Listeners