Hlaðvarp Heimildarinnar

Þjóðhættir – Sorp og saur: Umhverfismál og þjóðfræði


Listen Later

Þjóðfræði fæst við rannsóknir á hversdagsmenningu í fortíð og samtíð og er fátt, ef nokkuð, óviðkomandi. Oftar en ekki eru viðfangsefnin hið daglega líf og þættir þess sem virðast svo hversdagslegir að nær óþarft sé að veita þeim athygli, meðal annars hvernig fólk flokkar rusl og losar sig við úrgang. Slíkar rannsóknir gefa engu að síður mikilvæga vitneskju um hvernig fólk tekst á við líf sitt og geta leitt til lausna sem leiða til aukinnar sjálfbærni og eru betri fyrir umhverfið.
Í þættinum ræða Dagrún og Vilhelmína við Eystein Ara Bragason þjóðfræðing sem búsettur er í Svíþjóð. Í fyrri hluta þáttarins segir Ari frá meistararannsókn sinni um flokkun og endurvinnslu heimilssorps í daglegu lífi. Um var að ræða yfirgripsmikla rannsókn sem byggði meðal annars á viðtölum og vettvangsathugunum. Rannsóknin greindi viðhorf fólks sem leiddi í ljós ákveðna gagnrýni á gildi neyslusamfélagsins en einnig umgjörð flokkunar, bæði hvað varðar þjónustu í tengslum við sorphirðu sem og aðstöðu á heimilinu.
Í seinni hluta þáttarins segir Ari frá nýrri og spennandi rannsókn en þar er hann kominn á nýjar slóðir, nánar tiltekið að rannsaka mannlegan úrgang. Ari er á upphafsreit í verkefninu og segir frá ætlun sinni að rannsaka hvernig fólk notar þurrklósett eða aðrar umhverfisvænni aðferðir en hefðbundin vatnssalerni til að koma mannlegum úrgangi aftur út í umhverfið, en vestræn skólpkerfi eru ekki öll þar sem þau eru séð. Rannsóknin er hluti af öndvegisverkefninu Symbiosis, sem fjallar um sambúð mannfólks og örvera.
Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir doktorsnemar í þjóðfræði.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Hlaðvarp HeimildarinnarBy Heimildin

  • 4.6
  • 4.6
  • 4.6
  • 4.6
  • 4.6

4.6

18 ratings


More shows like Hlaðvarp Heimildarinnar

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

474 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

150 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

24 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

134 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

23 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

14 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Morðskúrinn by mordskurinn

Morðskúrinn

23 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

35 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

24 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

21 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

15 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

26 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

10 Listeners