Í öðrum þætti kynnumst við leikurunum Bjarna Snæbjörnssyni og Silju Rós. Farið er yfir víðan völl í tengslum við listina, sköpun, listina að skapa og Spice Girls æðið ásamt sýningunni ‘Góðan daginn, faggi’ og ósögðu sögur hinseginfólks.
Athugið að ekki þarf að hafa séð kvikmyndina Þrot til að geta notið þessa varps enda áhersla meira lögð á listina, leiðina, leiðindin, léttina og liðið frekar en að stúdera innihald myndarinnar í mauk.
00:00 - 03:15 - Erfiða spurningin
03:15 - 05:35 - Söngleikurinn sem öllu breytti
05:35 - 07:55 - Kryddpíur og PR
07:55 - 12:55 - Óuppgerð mál og stöðugildi lífs
12:55 - 14:00 - Hvað með Júlíus?
14:00 - 22:02 - Álagið og allt með’ví
22:02 - 26:45 - Ósagðar sögur
26:45 - 32:29 - Góðan daginn faggi
32:29 - 36:45 - Gleðin og ósköpin við sköpun
36:45 - 43:00 - Þróunin öll
43:00 - 48:00 - Rétt hugmynd á réttum tíma
48:00 - 50:20 - Söngatriðið í Þrot?
50:20 - 51:16 - Þökk og lokaorð