
Sign up to save your podcasts
Or


Í þættinum í dag ræða Söguskoðunarmenn um stórveldisdrauma ítalska einræðisherrans Benito Mussolini og misheppnaðar tilraunir Ítalíu til að verða stórveldi á árunum 1923-1943.
Eftir fyrri heimsstyrjöld fannst Ítölum þeir hafa verið sviknir um verðskuldað herfang – Vittoria Mutilata eða „limlestur sigur“ var Versalafriðurinn kallaður. Þetta átti eftir að móta utanríkisstefnu Mussolinis, sem sóttist eftir því að gera Ítalíu að heimsveldi á ný, eða endurreisa Rómarveldi, eins og sagt er. Hann stefndi á eigin landvinninga í Afríku og á Balkanskaga og gekk til liðs við Hitler og Öxulveldin í aðdraganda ófriðarins mikla.
Í seinni heimsstyrjöld stóð ítalski herinn frammi fyrir miklum erfiðleikum. Skortur á skipulagi, úrelt vopnabúnaður og óraunhæfar hernaðaráætlanir ollu því að ítölsk hernaðarframmistaða var hörmuleg. Frá innrásinni í Grikkland til ósigranna í Norður-Afríku og fall Ítalíu árið 1943, var herinn stöðugt háður stuðningi Þjóðverja.
Í þessum fyrri hluta ræða Ólafur og Andri Ítalíu á millistríðsárunum í aðdraganda seinni heimsstyrjaldar.
Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | [email protected]
Einnig á Facebook og Youtube. 
Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla.
 By Söguskoðun hlaðvarp
By Söguskoðun hlaðvarpÍ þættinum í dag ræða Söguskoðunarmenn um stórveldisdrauma ítalska einræðisherrans Benito Mussolini og misheppnaðar tilraunir Ítalíu til að verða stórveldi á árunum 1923-1943.
Eftir fyrri heimsstyrjöld fannst Ítölum þeir hafa verið sviknir um verðskuldað herfang – Vittoria Mutilata eða „limlestur sigur“ var Versalafriðurinn kallaður. Þetta átti eftir að móta utanríkisstefnu Mussolinis, sem sóttist eftir því að gera Ítalíu að heimsveldi á ný, eða endurreisa Rómarveldi, eins og sagt er. Hann stefndi á eigin landvinninga í Afríku og á Balkanskaga og gekk til liðs við Hitler og Öxulveldin í aðdraganda ófriðarins mikla.
Í seinni heimsstyrjöld stóð ítalski herinn frammi fyrir miklum erfiðleikum. Skortur á skipulagi, úrelt vopnabúnaður og óraunhæfar hernaðaráætlanir ollu því að ítölsk hernaðarframmistaða var hörmuleg. Frá innrásinni í Grikkland til ósigranna í Norður-Afríku og fall Ítalíu árið 1943, var herinn stöðugt háður stuðningi Þjóðverja.
Í þessum fyrri hluta ræða Ólafur og Andri Ítalíu á millistríðsárunum í aðdraganda seinni heimsstyrjaldar.
Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | [email protected]
Einnig á Facebook og Youtube. 
Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla.

472 Listeners

149 Listeners

25 Listeners

130 Listeners

91 Listeners

26 Listeners

13 Listeners

29 Listeners

33 Listeners

24 Listeners

20 Listeners

13 Listeners

11 Listeners

31 Listeners

8 Listeners