
Sign up to save your podcasts
Or
Í þættinum í dag ræða Söguskoðunarmenn um stórveldisdrauma ítalska einræðisherrans Benito Mussolini og misheppnaðar tilraunir Ítalíu til að verða stórveldi á árunum 1923-1943.
Eftir fyrri heimsstyrjöld fannst Ítölum þeir hafa verið sviknir um verðskuldað herfang – Vittoria Mutilata eða „limlestur sigur“ var Versalafriðurinn kallaður. Þetta átti eftir að móta utanríkisstefnu Mussolinis, sem sóttist eftir því að gera Ítalíu að heimsveldi á ný, eða endurreisa Rómarveldi, eins og sagt er. Hann stefndi á eigin landvinninga í Afríku og á Balkanskaga og gekk til liðs við Hitler og Öxulveldin í aðdraganda ófriðarins mikla.
Í seinni heimsstyrjöld stóð ítalski herinn frammi fyrir miklum erfiðleikum. Skortur á skipulagi, úrelt vopnabúnaður og óraunhæfar hernaðaráætlanir ollu því að ítölsk hernaðarframmistaða var hörmuleg. Frá innrásinni í Grikkland til ósigranna í Norður-Afríku og fall Ítalíu árið 1943, var herinn stöðugt háður stuðningi Þjóðverja.
Í þessum seinni hluta ræða Ólafur og Andri Ítalíu í seinni heimsstyrjöld, gang stríðsins, bandalagið við Þjóðverja og fall Mussolinis 1943/1945.
Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | [email protected]
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið hér.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Í þættinum í dag ræða Söguskoðunarmenn um stórveldisdrauma ítalska einræðisherrans Benito Mussolini og misheppnaðar tilraunir Ítalíu til að verða stórveldi á árunum 1923-1943.
Eftir fyrri heimsstyrjöld fannst Ítölum þeir hafa verið sviknir um verðskuldað herfang – Vittoria Mutilata eða „limlestur sigur“ var Versalafriðurinn kallaður. Þetta átti eftir að móta utanríkisstefnu Mussolinis, sem sóttist eftir því að gera Ítalíu að heimsveldi á ný, eða endurreisa Rómarveldi, eins og sagt er. Hann stefndi á eigin landvinninga í Afríku og á Balkanskaga og gekk til liðs við Hitler og Öxulveldin í aðdraganda ófriðarins mikla.
Í seinni heimsstyrjöld stóð ítalski herinn frammi fyrir miklum erfiðleikum. Skortur á skipulagi, úrelt vopnabúnaður og óraunhæfar hernaðaráætlanir ollu því að ítölsk hernaðarframmistaða var hörmuleg. Frá innrásinni í Grikkland til ósigranna í Norður-Afríku og fall Ítalíu árið 1943, var herinn stöðugt háður stuðningi Þjóðverja.
Í þessum seinni hluta ræða Ólafur og Andri Ítalíu í seinni heimsstyrjöld, gang stríðsins, bandalagið við Þjóðverja og fall Mussolinis 1943/1945.
Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | [email protected]
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið hér.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
477 Listeners
146 Listeners
227 Listeners
132 Listeners
23 Listeners
30 Listeners
90 Listeners
11 Listeners
81 Listeners
28 Listeners
26 Listeners
20 Listeners
10 Listeners
32 Listeners
6 Listeners