
Sign up to save your podcasts
Or
Í hlaðvarpinu í dag ræða Ólafur og Andri um írönsku byltinguna árið 1979, þegar síðasti keisari Írans (sha) var steypt af stóli og stofnað var róttækt íslamskt lýðveldi undir klerkastjórn.
Íranska byltingin var gífurlega afdrifaríkur atburður í nútímasögu Mið-Austurlanda. Ekki aðeins varð byltingin til þess að 2500 ára gömul stofnun íranska keisarans leið undir lok, heldur breyttist Íran á skömmum tíma úr einum helsta bandamanni Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum, í miðju Kalda stríðinu, yfir í mesta andstæðing Bandaríkjanna og vestrænnar heimsvaldastefnu á svæðinu. Byltingin sýndi einnig að pólitískt íslam og íslamismi breyddist um svæðið og hefur heldur betur sett svip sinn á Mið-Austurlönd síðustu áratugi.
Keisarastjórn Mohammad Reza Pahlavi, frá því einræði hans var komið á eftir valdarán stutt af Vesturveldunum árið 1953, varð þekkt fyrir pólitíska kúgun og persónudýrkun, en einnig mikla tækni- menningarbyltingu í krafti gríðarlegs olíuauðs. Byltingin var sannkölluð fjöldahreyfing, ein sú vinsælasta í sögunni, en byltingarríkið undir stjórn Ayatollah Khomeini var einnig harðvíðtug byltingarstjórn.
Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | [email protected]
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið hér.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Í hlaðvarpinu í dag ræða Ólafur og Andri um írönsku byltinguna árið 1979, þegar síðasti keisari Írans (sha) var steypt af stóli og stofnað var róttækt íslamskt lýðveldi undir klerkastjórn.
Íranska byltingin var gífurlega afdrifaríkur atburður í nútímasögu Mið-Austurlanda. Ekki aðeins varð byltingin til þess að 2500 ára gömul stofnun íranska keisarans leið undir lok, heldur breyttist Íran á skömmum tíma úr einum helsta bandamanni Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum, í miðju Kalda stríðinu, yfir í mesta andstæðing Bandaríkjanna og vestrænnar heimsvaldastefnu á svæðinu. Byltingin sýndi einnig að pólitískt íslam og íslamismi breyddist um svæðið og hefur heldur betur sett svip sinn á Mið-Austurlönd síðustu áratugi.
Keisarastjórn Mohammad Reza Pahlavi, frá því einræði hans var komið á eftir valdarán stutt af Vesturveldunum árið 1953, varð þekkt fyrir pólitíska kúgun og persónudýrkun, en einnig mikla tækni- menningarbyltingu í krafti gríðarlegs olíuauðs. Byltingin var sannkölluð fjöldahreyfing, ein sú vinsælasta í sögunni, en byltingarríkið undir stjórn Ayatollah Khomeini var einnig harðvíðtug byltingarstjórn.
Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | [email protected]
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið hér.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
457 Listeners
149 Listeners
135 Listeners
26 Listeners
90 Listeners
25 Listeners
9 Listeners
30 Listeners
32 Listeners
24 Listeners
19 Listeners
13 Listeners
6 Listeners
28 Listeners
8 Listeners