
Sign up to save your podcasts
Or


Í framhaldi af síðasta þætti um írönsku byltinguna ræða Andri og Ólafur í dag eitt af mannskæðustu stríðum 20. aldarinnar – stríðið milli Írans og Íraks 1980–1988.
Saddam Hussein hóf forsetatíð sína í Írak með því að ráðast inn í Íran haustið 1980 í kjölfar írönsku byltingarinnar og þeirrar upplausnar sem þá ríkti í landinu. Stríðið stóð í átta ár og kostaði hundruð þúsunda mannslífa. Það var háð sem hefðbundið innrásarstríð með stórútgerðum í lofti, á láði og legi, þar sem vopn frá báðum hliðum járntjaldsins flæddu inn á vígvöllinn. Með tímanum harðnaði hernaðurinn, og meðal annars var beitt efnavopnum, barnahermenn sendir í fremstu víglínu og möguleg kjarnavopn komu við sögu.
Þótt Saddam næði engum varanlegum landvinningum og landamæri ríkjanna héldust óbreytt hafði stríðið djúp áhrif. Það styrkti íranska byltingarríkið og festi stjórn Khomeini í sessi og Saddam kom fram sem stríðsherra sem veigraði sér ekki við að beita gjöreyðingarvopnum, og það hafði afleiðingar sem við þekkjum vel í nýlegri fortíð.
Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | [email protected]
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið hér.
By Söguskoðun hlaðvarpÍ framhaldi af síðasta þætti um írönsku byltinguna ræða Andri og Ólafur í dag eitt af mannskæðustu stríðum 20. aldarinnar – stríðið milli Írans og Íraks 1980–1988.
Saddam Hussein hóf forsetatíð sína í Írak með því að ráðast inn í Íran haustið 1980 í kjölfar írönsku byltingarinnar og þeirrar upplausnar sem þá ríkti í landinu. Stríðið stóð í átta ár og kostaði hundruð þúsunda mannslífa. Það var háð sem hefðbundið innrásarstríð með stórútgerðum í lofti, á láði og legi, þar sem vopn frá báðum hliðum járntjaldsins flæddu inn á vígvöllinn. Með tímanum harðnaði hernaðurinn, og meðal annars var beitt efnavopnum, barnahermenn sendir í fremstu víglínu og möguleg kjarnavopn komu við sögu.
Þótt Saddam næði engum varanlegum landvinningum og landamæri ríkjanna héldust óbreytt hafði stríðið djúp áhrif. Það styrkti íranska byltingarríkið og festi stjórn Khomeini í sessi og Saddam kom fram sem stríðsherra sem veigraði sér ekki við að beita gjöreyðingarvopnum, og það hafði afleiðingar sem við þekkjum vel í nýlegri fortíð.
Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | [email protected]
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið hér.

471 Listeners

150 Listeners

24 Listeners

134 Listeners

89 Listeners

22 Listeners

14 Listeners

27 Listeners

35 Listeners

24 Listeners

21 Listeners

15 Listeners

12 Listeners

27 Listeners

10 Listeners