Rætt er við Frosta Heimisson eiganda og framkvæmdastjóra Velocity Airport Solutions sem hefur náð eftirtektarverðum árangri í að hanna ljósabúnað fyrir flugvelli. Frosti á sinn bakgrunn í fluginu hérlendis, starfaði um tíma hjá ISAVIA og TERN og hefur á síðustu árum náð að hasla sér völl í fremstu röð þeirra sem geta boðið nýstárlegar lausnir fyrir margs konar tæknibúnað á flugvöllum. Fyrirtæki hans mun í október n.k. sýna í fyrsta sinn nýja byltingarkennda hönnun á brautarljósum fyrir flugvelli á alþjóðlegri sýningu í Munchen og Frosti hefur fulla trú á að sú framleiðsla færi fyrirtæki hans í fremstu röð framleiðanda fyrir flugbrautarljós í heiminum innan fárra ára. Frosti er búsettur í Svíþjóð en kíkti í spjall í Flugvarpið þegar hann var á landinu nýlega.