Tölvuleikjaspjallið er þriggja ára gamalt!!!
Í tilefni þess verður júlímánuður helgaður afmælisþáttum og þetta er sá fyrsti.
Arnór Steinn og Gunnar rifja upp fyrstu þrjá þættina, Leikjaspjall, Skyrim og Red Read Redemption 2.
Hvernig voru þeir í byrjun? Hvað hefur breyst? Er Red Dead 1 endurgerð á leiðinni?
Við þökkum hlustendum og áhorfendum kærlega fyrir meðfylgdina þessi þrjú ár. Við elskum ykkur öll og erum svo brjálæðislega þakklátir. Skál fyrir næstu árum og skál fyrir ykkur!
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano.
---
Hjálpaðu
Tölvuleikjaspjallinu að ráða inn markaðsdeild sem man eftir því að pósta á Instagram.
Það getur þú gert með því að fara á buymeacoffee.com/tleikjaspjall
og leggja okkur lið! Takk og aftur takk!