Gleðilegt haust kæra fólk!
Í þætti vikunnar er það bara Arnór Steinn sem ræðir við ykkur úr heimastúdíóinu. Gunnar er kominn í gott orlof, en við munum sjá hann síðar.
Arnór Steinn fer stuttlega yfir þá leiki sem hann hefur spilað í sumar og sýnir gameplay úr þeim öllum.
Svo er það mál málanna: Framtíð Tölvuleikjaspjallsins.
Engar áhyggjur, við erum ekki að hætta. En með Gunnar úr myndinni í einhvern tíma viljum við aðeins hrista upp í hlutunum. Þar komið þið að!
Hvernig viljið þið hafa heimaþætti Arnórs? Meira gameplay? Streymis stemming? Eða svipað format og við höfum haft í stúdíóinu?
Sendið á okkur á Insta eða á Arnór beint á Messenger!
Hlökkum til að heyra í ykkur!
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Serrano.