Seinni níu

#43 - Sigríður Andersen dæmir hiklaust víti á sjálfan sig


Listen Later

Gestur vikunnar í Seinni níu er Sigríður Andesen sem er nýkjörin aftur á þing fyrir Miðflokkinn. Hún fór að spila golf 2021 eftir að hafa hætt á þingi og fékk í kjölfarið mikla golfdellu.

Komið er víða við í þættinum. Sigríður segir frá nýju Íslandsmeti sem hún setti í bekkpressu á dögunum. Einnig fáum við að heyra frá ótrúlegri golfferð sem Sigga fór ein í til Orlando eftir að hafa kynnst Golf Now appinu.

Förum aðeins yfir kylfurnar sem Sigga er með í pokanum, afskipti ríkisins af uppbyggingu golfvalla og heyrum af ótrúlegum regluáhuga þingmannsins. Hún hikar t.d. ekki við að dæma víti á sig.

Einnig fáum við að heyra hvaða atvinnukylfingur er í sérstöku uppáhaldi hjá Siggu en félagarnir í Seinni níu eru sammála um að það sé einn af huggulegri kylfingunum á PGA-mótaröðinni.

Seinni Níu er í boði:

✈️- PLAY

💊- Unbroken

👟- ECCO

⛳- Eagle Golfferðir

🚗- XPENG

🧼- Lindin bílaþvottastöð

🏚️ - Betri stofan fasteignasala

🏌️‍♀️- Golfhöllin

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Seinni níuBy Logi Bergmann og Jón Júlíus Karlsson