Með lífið í lúkunum

49. Nærðu þig fallega. (Vinnusemi, mikilvægi hreyfingar, lesblinda, andvana fæðing, gallstasi og sorg.) Anna Marta Ásgeirsdóttir


Listen Later

Í þættinum ræðir Erla við Önnu Mörtu Ásgeirsdóttur frumkvöðul, eiginkonu, móður og stjúpmóður um mótbyr og meðbyr í lífinu, vinnusemi, lesblindu, mikilvægi hreyfingar, hvernig á að næra sig fallega, andvana fæðingar vegna gallstasa, sorgina sem fylgdi og mikilvægi þess að hugsa um heilsuna.

Anna Marta segir okkur fallegu söguna af því hvernig hún og Ingólfur maður hennar komu af stað góðgerðarverkefninu Ísbirninum Hring, fígúru sem léttir lund veikra barna og hefur glatt ófá hjörtu. En Hringur er lukkudýr Barnaspítala Hringsins sem kemur fram og hefur ofan af fyrir börnunum á spítalanum, skemmtir þeim og fræðir.

Anna Marta er matarþjálfari og stofnandi fyrirtækisins Anna Marta sem hún rekur ásamt tvíburasystur sinni Lovísu. Bakgrunnur hennar er í líkamsrækt og heilsuþjálfun en hún hefur starfað sem þjálfari í áratugi ásamt því að vera menntaður þjónn. Hún hefur því alltaf unnið með fólki og hefur brennandi ástríðu fyrir því að bæta núvitund í matarmenningu og hreyfingu.

Þó að lífið leiki við Önnu Mörtu þessa dagana þá upplifði hún mikinn mótbyr þegar hún fæddi dóttur sína Sól andvana eftir fulla meðgöngu árið 2008. Það kom síðar í ljós að Anna Marta var með gallstasa sem olli því að dóttir hennar lést. Eftir þessa lífsreynslu hefur hún gert það sem hún getur til þess að vekja umtal um þennan sjúkdóm því að það er hægt að koma í veg fyrir andvana fæðingu vegna sjúkdómsins. Hún vill ekki að neinn þurfi að upplifa það sama og hún og hvetur konur til þess að hlusta á innsæi sitt og líðan sína.

Anna Marta er mjög orkumikil kona og segist alveg stundum vera til í að gefa eitthvað af þessari miklu orku. Hún segir þær systur vera mjög þjónustuglaðar og þó þær kunni að segja nei þá séu þær ekkert rosa glaðar að nota það. Hún segist ekki vera markmiðadrifin heldur lifi hún frekar eftir gildunum að blómstra í lífinu og að fylla á viskubrunninn sinn og deila úr honum sem hún gerir svo sannarlega í þessu spjalli.


Þátturinn er í boði Nettó og Unbroken

Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Með lífið í lúkunumBy HeilsuErla

  • 5
  • 5
  • 5
  • 5
  • 5

5

6 ratings


More shows like Með lífið í lúkunum

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

480 Listeners

Þarf alltaf að vera grín? by Þarf alltaf að vera grín?

Þarf alltaf að vera grín?

218 Listeners

Heilsuvarpid by Ragga Nagli

Heilsuvarpid

7 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

131 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

93 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

14 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

71 Listeners

Teboðið by Birta Líf og Sunneva Einars

Teboðið

31 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Spjallið by Spjallið Podcast

Spjallið

13 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

12 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

35 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

9 Listeners