Í þættinum ræðir Erla við Sóleyju Kristjánsdóttur uppistandara, markþjálfa og stjórnendaþjálfa um mannlega hegðun, húmor, venjur, burnout, meðferð, breytingaskeið kvenna, gæfuspor, sjálfsmildi, mikilvægi þess að taka ábyrgð á sjálfum sér og hvað það getur verið erfitt að vera öðruvísi eða sigla á móti straumnum.
Sóley segist stundum fá þráhyggjur fyrir hlutum og fara þá all-in í að grúska um það málefni í smá tíma. Það gerði hún varðandi Breytingaskeið kvenna og byrjaði með hlaðvarpið Að finna taktinn vegna þess að hún skildi ekki afhverju það var svona lítið rætt um þetta tímabil í lífi allra kvenna.
Í spjallinu ræða þær stöllur einnig um það lífsskeið, áhrif þess á heilsu kvenna, hvers vegna umræðan virðist vera tabú og hvernig einkenni breytingarskeiðs eru oft ranglega greind sem þunglyndi, kvíði eða annað.
Viðtalið var tekið upp í Menntaskólanum við Hamrahlíð og hlaðvarpið er unnið í samstarfi við:
Nettó- netto.is. Kíktu á Appdagatalið! Ný tilboð daglega.
Spíruna- Bókaðu jólahlaðborð 7. eða 14.des á spiran.is.
Heilsuhilluna- artasan.is. Heilsuvörur desember eru Bio Kult & Digest Gold. Komdu meltingunni og þarmaflórunni í gott stand.
Nýr samstarfsaðili hlaðvarpsins er Virkja- virkja.is sem er markþjálfunarskóli og er með það mottó að hjálpa fólki að Virkja það allra besta í sjálfum sér og öðrum. Þú getur bókað frítt 20 mín kynningarspjall á síðunni þeirra, þau taka vel á móti þér.
Sendu HeilsuErlu skilaboð
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!