Dagur mætti inná skrifstofu til framkvæmdastjóra sjávarútvegsfyrirtækis fyrir 8 árum, þá 20 ára gamall, og lagði fyrir hann áætlun um markmið fyrir glæstan skíðagönguferil sem hann þurfti hjálp við að framkvæma.
Í dag er hann besti skíðagöngumaður landsins, hleypur 10km á 33:28 og sigraði hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst síðastliðnum. Dagur er hér krafinn um svör við þjálffræði, álagsstjórnun, æfingamagn, kolvetnainntöku, besta tíma upp að Steini, hvernig hann fór úr 39:29 í 10km niður í 33:28, Norwegian method, hvernig skíðaganga og hlaup vinna saman, lífið sem atvinnuíþróttamaður og fleira til.