Sigurvegari Puffin Run og Íslandsmethafi í maraþoni kemur funheitur inn í stúdíóið og ræðir sigurinn í Puffin Run síðustu helgi.
Hlynur átti Íslandsmetin frá 3000m upp í maraþon árið 2021 en við ræðum erfiða tíma sem fylgdu árangrinum: 3x misheppnaðar tilraunir til að slá eigið Íslandsmet, næring á hlaupum, þjálffræðin sem hann aðhyllist, hvernig þjálfaraskipti og flutningar til Ítalíu sem fóru illa með hann, að missa áhugann á hlaupunum, finna ekki gleðina í íþróttinni lengur og upprisan úr þessu öllu saman!
Svo kemst enginn elítuhlaupari út úr stúdíóinu án þess að segja sína skoðun á sodium bicarbonate, hitaþjálfun, high-carb fueling, carbon skó, krossþjálfun og fleiri þætti sem eru að skila okkur nýrri gullöld af langhlaupum.