Share LANGA - hlaðvarp
Share to email
Share to Facebook
Share to X
Hvað borða ég sem íþróttamaður og hvort á ég að hámarka fitubrennsluna eða auka kolvetnabrunann fyrir næstu keppni? Lilja hjá Nutreleat kemur og fræðir okkur um fitubrennslu, líkamssamsetningu, frammistöðu, kolvetnanotkun og orkuþörf á mismunandi æfingadögum.
Kata Páls áttaði sig á því að hún yrði að vera andlega sterk ef hún ætlaði sér að komast til Kona á heimsmeistaramótið í IronMan. Langar vetraræfingar á Vestfjörðum og 'heilaæfingar' alla morgna klukkan 5 bjuggu til það sterkan haus að þegar hún greindist óvænt með lungnakrabbamein árið 2019 var hún andlega tilbúin að slátra því verkefni - og járnkarli í kjölfarið, með hálft annað lungað fjarlægt.
Kata segir okkur frá aganum sem fylgir því að vinna í frystihúsi sem barn, æfingarnar á Bolungarvík, hugarfarið fyrir íþróttina, hörðustu íþróttamenn í heimi, 1500km hjólakeppni yfir Malasíu og margt fleira skemmtilegt.
Siggi P er stórt númer og brautryðjandi í íslenskri hlaupasögu. Flestum er kunnugt um Íslandsmetið hans í maraþoni, sem stóð í 26 ár áður en Kári Steinn sló það, en færri þekkja leiðina sem lá að árangri hans í langhlaupum.
Við ræðum hvaða eiginleika langhlauparar þurfa að hafa, fókusinn sem hann hafði á árangur í íþróttinni, tenging afreksíþrótta við sveitalífið, fyrirmyndir, hvað hann hefði gert öðruvísi til að lengja í ferlinum (sem lauk fyrir þrítugt), æfingabúðir með Gunna Palla og Jóni Diðrikssyni og greiningu á hlaupasenunni í dag.
Andri Guðmundsson, bakgarðshetja og úthverfapabbi, og Einar Sigurjónsson, járnkarl og sjúkraþjálfari, tóku á stóru sem smáu málunum: Hvernig komst Ruth undir 2:10 í marþoni? Hvernig berum við það saman við heimsmet karla? En 100 metrana hjá Usian Bolt? Er þetta dóp? Eru þetta skórnir?
Af hverju hættir maður að hlaupa í bakgarðinum? Hver eru algengustu orsakir þreytu og af hverju eru Norðmenn með allt sitt á hreinu þegar kemur að mjólkursýru, hitaþjálfun, hæðaraðlögun, álagsstjórnun, endurheimt og næringu en ná því ekki út úr sér í keppnum?
Þorleifur var kannski með harðsperrur þegar hann mætti í stúdíóið en hann var tilbúinn að leysa frá skjóðunni um allan þann tilfinningarússíbana sem hann fór í gegnum síðustu helgi og síðustu ár sem einn af okkar fremstu bakgarðs-hlaupurum.
Hvernig var tilfinningin að missa Íslandsmetið?
Hvernig var tilfinningin að endurheimta það?
Af hverju hættir maður keppni í eitt skiptið en heldur áfram í næsta hring í því næsta - jafnvel þó maður sé hágrátandi í bæði skiptin?
Hvað hélt Þorleifi mótiveruðum gegnum allt æfingatímabilið og alla 415 kílómetrana?
Hvert verður Íslandsmetið eftir 5 ár?
Vinsældir bakgarðsins, samband Þorleifs og Mari, hvernig það að missa Íslandsmetið til Mari á sínum tíma var mikilvægasta keppnin fyrir Þorleif, ofur-fókus á sjálfan sig og fleira stórgott!
Æfinga- og keppnissaga Kára Steins og Tobba spannar tvo áratugi, fjölda Íslandsmeta, Ólympíuleika og þúsundir franskra kartaflna. Hér rifja þeir upp fyrsta Laugaveginn (og maraþonið) hans Kára, álit Bandaríkjamanna á brjálaða hlaupafélaganum sem heimsótti Kára til Berkeley, ótrúlegar framfarir í langhlaupum, hugmyndir um Bakgarðinn og bestu hlaupaminningarnar.
Egill Trausti er Íslandsmeistari (30-34) í 60m spretthlaupi, fór 160km í Bakgarðinum og leiddi Hrólf yfir línuna í 100km Hengli fyrr í sumar. Hrólfur hefur allar fjörurnar sopið en hann hefur gengið Bandaríkin endilöng, þverað Ísland og Skotland, lokið CCC, UTMB og settist hér niður til að segja sögurnar af þessu öllu saman.
Þegar Guðlaug lagði sundið til hliðar og hljóp 10 kílómetrana á næst besta tíma íslenskrar konu (34:57) var nokkuð ljóst að þarna var um framúrskarandi þríþrautarmann að ræða. Sem reyndist rétt því Guðlaug er fyrst Íslendinga til að keppa á Ólympíuleikum í þríþraut.
Við ræðum leiðina á Leikana (10 tíma leigubíll í Nepal, Namibía, Filippseyjar, Kína...), heimsmeistaratitil í Aquathon, hennar bestu frammistöður í skugga erfiðra meiðsla, sturlaðar VO2max mælingar, að reiða sig ekki eingöngu á íþróttaferilinn, bakslög og sigra.
👀 www.instagram.com/langa_hladvarp/
Elísa Kristins er sannkallaður ultrahlaupari með 4 bakgarða undir beltinu, í síðustu tilraun fór hún 375 kílómetra og ætlar sér mikið meira núna í október. Elísa kemur frá brotnu heimili og átti erfiða æsku sem mótaði styrk og hæfileika sem hún nýtir sér til að fara einn hring í viðbót.
Við ræðum ótrúlegt hlaupasumar sem hún kemur undan, hvernig svakalegar vegalengdir í keppnum byggja á svakalegu æfingamagni (ásamt fullu starfi og móðurhlutverki), status-checkið sem Mari tók á henni fyrir bakgarðinn, ráðin sem ultrahetjan Elísabet Margeirs gaf henni og komu henni nokkra hringi í viðbót, frammistöðukvíða og sjálfsvinnu sem skilaði henni í því að geta hlaupið, æft og keppt skælbrosandi á sínum eigin forsendum.
👀 www.instagram.com/langa_hladvarp/
Tobbi sigraði nýverið Wildstrubel 70K og bætti þar með ofan á heimsklassa frammistöður sínar fyrir árið 2024 - þrátt fyrir að hafa ætlað að blása ferðalagið af aðeins nokkrum dögum fyrir hlaup. Snjóskaflar, lágfjallaloft, kolvetnainntaka og hvatningarorð dóttur hans lögðu drögin að einni bestu frammistöðu hlaupara á árinu.
👀 www.instagram.com/langa_hladvarp/
The podcast currently has 19 episodes available.