Spursmál

#. 53 - Kosningauppgjör með áhorfendum og ný stjórnarmynstur mátuð


Listen Later

Hátt í þrjú hundruð manns mættu á kosn­inga­upp­gjör Spurs­mála sem efnt var til á Reykja­vik Hilt­on Nordica tæp­um sól­ar­hring eft­ir að kjör­stöðum lokaði hring­inn í kring­um landið.

Þótti við hæfi að ljúka um­fjöll­un um kosn­inga­bar­átt­una með þess­um hætti þar sem Spurs­mál hafa reynst einn virk­asti og spennuþrungn­asti vett­vang­ur bar­átt­unn­ar allt frá því að Bjarni Bene­dikts­son, for­sæt­is­ráðherra sleit rík­is­stjórn­ar­sam­starfi Sjálf­stæðis­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og VG um miðjan októ­ber.

Fyrst kom á svæðið Inga Sæ­land sem vann sterk­an sig­ur með Flokki fólks­ins en flest bend­ir til þess að hún verði við samn­inga­borðið í fyrstu lotu viðræðna um stjórn­ar­mynd­un frá miðju og til vinstri. Með henni í sóf­ann mætti Andrés Magnús­son, full­trúi rit­stjóra á Morg­un­blaðinu en hann rýndi sér­stak­lega í þær töl­ur sem blöstu við að lok­inni taln­ingu.
Að því spjalli loknu mættu þau Snorri Más­son, nýbakaður þingmaður Miðflokks­ins og Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar. Hún er af mörg­um tal­in lík­leg­ust til þess að hreppa sig­ur­sveig­inn, þ.e. embætti for­sæt­is­ráðherra enda er ljóst að flokk­ur henn­ar get­ur næsta auðveld­lega hallað sér til hægri jafnt sem vinstri í ljósi niður­stöðu kosn­ing­anna.

Að lok­um fékk Stefán Ein­ar til skrafs og ráðagerða þá Gísla Frey Val­dórs­son, rit­stjóra Þjóðmála og Vil­hjálm Birg­is­son, formann Starfs­greina­sam­bands­ins. Hafði Vil­hjálm­ur sér­stak­lega á orði að þeir flokk­ar sem hefðu bar­ist hvað hat­ramm­ast gegn hval­veiðum væru nú dottn­ir út af þingi og fagnaði hann því ein­arðlega. Seg­ir hann næstu stjórn eiga að snú­ast um verðmæta­sköp­un sem nýt­ast megi þjóðinni allri.

Gísli Freyr ræddi stöðuna út frá öðrum sjón­ar­horn­um en sagði meðal ann­ars að Vinstri græn­um hefði ekki verið hafnað vegna stjórn­ar­sam­starfs­ins sem nú er á enda runnið, held­ur vegna þeirr­ar stefnu sem þeir hafa talað fyr­ir af mik­illi ein­urð.

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpursmálBy Ritstjórn Morgunblaðsins

  • 5
  • 5
  • 5
  • 5
  • 5

5

2 ratings


More shows like Spursmál

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

480 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

150 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

24 Listeners

FM957 by FM957

FM957

28 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

93 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

14 Listeners

Grjótkastið by Björn Ingi Hrafnsson

Grjótkastið

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

71 Listeners

Teboðið by Birta Líf og Sunneva Einars

Teboðið

32 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

33 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

23 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

34 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

9 Listeners