
Sign up to save your podcasts
Or


Björn Bjarnason, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, er gestur Stefáns Einars Stefánssonar í nýjasta þætti Spursmála.
Líkt og þekkist hefur Björn viðurhlutamikla þekkingu og reynslu á hinu pólitíska sviði. Í þættinum spáir hann í þær stjórnarmyndunarviðræður sem nú standa yfir á meðal Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins og hvers megi vænta af því sem framvindur í viðræðunum.
Ýmis hagsmunamál þjóðarinnar eru undir í þeim efnum en haft er eftir formanni Viðreisnar, og mögulegum næsta forsætisráðherra, að slæm afkoma ríkissjóðs hafi gert viðræðurnar vandasamari en ella þrátt fyrir að almennt ríki samstaða á milli formanna flokkanna þriggja; Kristrúnu Frostadóttur, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Ingu Sæland. Hafa þær ítrekað látið hafa eftir sér að viðræðunum miði vel og að vonir standi til um að myndun nýrrar ríkisstjórnar takist fyrir jól.
Einnig verður rætt við Björn um stöðuna sem nú ríkir úti í heimi. Verða nýjustu vendingar í átökunum í Úkraínu og Sýrlandi til umræðu og mat lagt á stöðuna þar í tengslum við pólitískt umrót sem stríðsátökum fylgir.
Auk Björns mæta til leiks rithöfundarnir Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir og rýna helstu fréttir í líðandi viku. Þar er á nógu að taka að vanda bæði hér heima en ekki síður erlendis frá. Morðið á forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna hefur verið í hámæli í vikunni. Ekki er ólíklegt að færustu glæpasagnahöfundar landsins, þó víðar væri leitað, myndu vilja tjá sig um allan þann hrylling sem daglega gerist í raunheimum og hugsanlega getur orðið kveikjan að þeirra skáldskap í einhverjum tilfellum.
By Ritstjórn Morgunblaðsins5
22 ratings
Björn Bjarnason, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, er gestur Stefáns Einars Stefánssonar í nýjasta þætti Spursmála.
Líkt og þekkist hefur Björn viðurhlutamikla þekkingu og reynslu á hinu pólitíska sviði. Í þættinum spáir hann í þær stjórnarmyndunarviðræður sem nú standa yfir á meðal Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins og hvers megi vænta af því sem framvindur í viðræðunum.
Ýmis hagsmunamál þjóðarinnar eru undir í þeim efnum en haft er eftir formanni Viðreisnar, og mögulegum næsta forsætisráðherra, að slæm afkoma ríkissjóðs hafi gert viðræðurnar vandasamari en ella þrátt fyrir að almennt ríki samstaða á milli formanna flokkanna þriggja; Kristrúnu Frostadóttur, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Ingu Sæland. Hafa þær ítrekað látið hafa eftir sér að viðræðunum miði vel og að vonir standi til um að myndun nýrrar ríkisstjórnar takist fyrir jól.
Einnig verður rætt við Björn um stöðuna sem nú ríkir úti í heimi. Verða nýjustu vendingar í átökunum í Úkraínu og Sýrlandi til umræðu og mat lagt á stöðuna þar í tengslum við pólitískt umrót sem stríðsátökum fylgir.
Auk Björns mæta til leiks rithöfundarnir Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir og rýna helstu fréttir í líðandi viku. Þar er á nógu að taka að vanda bæði hér heima en ekki síður erlendis frá. Morðið á forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna hefur verið í hámæli í vikunni. Ekki er ólíklegt að færustu glæpasagnahöfundar landsins, þó víðar væri leitað, myndu vilja tjá sig um allan þann hrylling sem daglega gerist í raunheimum og hugsanlega getur orðið kveikjan að þeirra skáldskap í einhverjum tilfellum.

480 Listeners

150 Listeners

25 Listeners

93 Listeners

26 Listeners

15 Listeners

9 Listeners

28 Listeners

72 Listeners

33 Listeners

23 Listeners

20 Listeners

5 Listeners

33 Listeners

9 Listeners