Spursmál

#55. - Valkyrjustjórn og hryllingur hversdagsleikans


Listen Later

Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi alþing­ismaður og ráðherra, er gest­ur Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar í nýj­asta þætti Spurs­mála.

Líkt og þekk­ist hef­ur Björn viður­hluta­mikla þekk­ingu og reynslu á hinu póli­tíska sviði. Í þætt­in­um spá­ir hann í þær stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður sem nú standa yfir á meðal Sam­fylk­ing­ar, Viðreisn­ar og Flokks fólks­ins og hvers megi vænta af því sem fram­vind­ur í viðræðunum. 

Ýmis hags­muna­mál þjóðar­inn­ar eru und­ir í þeim efn­um en haft er eft­ir for­manni Viðreisn­ar, og mögu­leg­um næsta for­sæt­is­ráðherra, að slæm af­koma rík­is­sjóðs hafi gert viðræðurn­ar vanda­sam­ari en ella þrátt fyr­ir að al­mennt ríki samstaða á milli formanna flokk­anna þriggja; Kristrúnu Frosta­dótt­ur, Þor­gerðar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur og Ingu Sæ­land. Hafa þær ít­rekað látið hafa eft­ir sér að viðræðunum miði vel og að von­ir standi til um að mynd­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar tak­ist fyr­ir jól.  

Einnig verður rætt við Björn um stöðuna sem nú rík­ir úti í heimi. Verða nýj­ustu vend­ing­ar í átök­un­um í Úkraínu og Sýr­landi til umræðu og mat lagt á stöðuna þar í tengsl­um við póli­tískt umrót sem stríðsátök­um fylg­ir.

Fá hár­in til að rísa

Auk Björns mæta til leiks rit­höf­und­arn­ir Ragn­ar Jónas­son og Yrsa Sig­urðardótt­ir og rýna helstu frétt­ir í líðandi viku. Þar er á nógu að taka að vanda bæði hér heima en ekki síður er­lend­is frá. Morðið á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fyr­ir­tæk­is Banda­ríkj­anna hef­ur verið í há­mæli í vik­unni. Ekki er ólík­legt að fær­ustu glæpa­sagna­höf­und­ar lands­ins, þó víðar væri leitað, myndu vilja tjá sig um all­an þann hryll­ing sem dag­lega ger­ist í raun­heim­um og hugs­an­lega get­ur orðið kveikj­an að þeirra skáld­skap í ein­hverj­um til­fell­um.

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpursmálBy Ritstjórn Morgunblaðsins

  • 5
  • 5
  • 5
  • 5
  • 5

5

2 ratings


More shows like Spursmál

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

FM957 by FM957

FM957

30 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Beint í bílinn by Sveppalingur1977

Beint í bílinn

28 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

73 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

22 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Ólafssynir í Undralandi by Útvarp 101

Ólafssynir í Undralandi

13 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners