Seinni níu

#64 - Ragga Kristins er ein sú högglengsta í Evrópu


Listen Later

Atvinnukylfingurinn Ragnhildur Kristinsdóttir kom í heimsókn til okkar í Seinni níu. Hún varð Íslandsmeistari í höggleik árið 2023 og leikur sem atvinnumaður á LET Access mótaröðinni sem segja má að sé B-mótaröð bestu kvenkylfinga í Evrópu.

Í þættinum förum við vel yfir golfið með Röggu en þar kemur meðal annars í ljós að hún er meðal högglengstu kvenkylfinga Evrópu. Hún er að slá um 250 metra að meðaltali í teighöggum og gerir aðrir betur!

Hún ætlar sér stóra hluti á næstu árum. Hún hefur verið meðal annars verið að einfalda golfið sitt, njóta þess meira að keppa og hugsa ekki um að ná fullkomnum.

Hún segir okkur frá lífinu á mótaröðinni, sínum helstu styrkleikum og einnig segir hún okkur frá sínum helsta veiklega sem eru vippin. Við förum aðeins yfir hvernig lífið var í Kentucky á háskólaárunum og ýmislegt skemmtilegt.

Einnig segir Ragga okkur frá því áfalli sem það var að missa Íslandsmeistaratitilinn úr höndum sér á lokaholunni í Mosfellsbæ árið 2020.

Í upphafi þáttarins förum við aðeins yfir US Open og svo velur Ragga draumahollið. Stórskemmtilegur þáttur sem á erindi við alla kylfinga!

Seinni Níu er í boði:

✈️- PLAY

💊- Unbroken

👟- ECCO

🥻 - J. Lindeberg - ntc.is

⛳- Eagle Golfferðir

🚗- XPENG - xpeng.com/is

🧼- Lindin bílaþvottastöð

🏚️ - Betri stofan fasteignasala

🏌️‍♀️- Golfsvítan

🛺- Excar.is golfbílar

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Seinni níuBy Logi Bergmann og Jón Júlíus Karlsson