
Sign up to save your podcasts
Or


Svo virðist sem nýir kjarasamningar við kennarastéttina muni draga alvarlegan dilk á eftir sér. Risasamningar sem gerðir voru við 85% vinnumarkaðarins í fyrra gætu komist í uppnám.
Þetta má ráða af viðbrögðum aðila vinnumarkaðarins í kjölfar þess að það spurðist út að kostnaður við kennarasamningana fyrrnefndu væri metinn á allt að 24% yfir fjögurra ára tímabil. Í fyrra náðist sátt á vinnumarkaði með jafn löngum samningi sem skila átti ríflega 14% hækkun að meðaltali.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar hefur sterka skoðun á stöðunni sem komin er upp og er hún gestur Spursmála að þessu sinni. Einnig heyrist þungt hljóð í atvinnurekendum en fulltrúi þeirra, Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins mun setjast við Spursmálaborðið ásamt Sólveigu Önnu og greina stöðuna sem er í meira lagi viðkvæm.
Að því loknu mun Helgi I. Jónsson, fyrrum hæstaréttardómari ræða við Stefán Einar um framkvæmd hinnar svokölluðu samfélagsþjónustu sem verið hefur hluti af refsivörslukerfinu hér á landi allt frá árinu 1995. Segir hann alvarlegar brotalamir á kerfinu.
Þá mun Albert Jónsson, fyrrum sendiherra og alþjóðamálaráðgjafi forsætisráðherra mæta til leiks og ræða stöðuna í Úkraínudeilunni og hvað Trump hyggist fyrir í því afar viðkvæma, og eldfima máli.
By Ritstjórn Morgunblaðsins5
22 ratings
Svo virðist sem nýir kjarasamningar við kennarastéttina muni draga alvarlegan dilk á eftir sér. Risasamningar sem gerðir voru við 85% vinnumarkaðarins í fyrra gætu komist í uppnám.
Þetta má ráða af viðbrögðum aðila vinnumarkaðarins í kjölfar þess að það spurðist út að kostnaður við kennarasamningana fyrrnefndu væri metinn á allt að 24% yfir fjögurra ára tímabil. Í fyrra náðist sátt á vinnumarkaði með jafn löngum samningi sem skila átti ríflega 14% hækkun að meðaltali.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar hefur sterka skoðun á stöðunni sem komin er upp og er hún gestur Spursmála að þessu sinni. Einnig heyrist þungt hljóð í atvinnurekendum en fulltrúi þeirra, Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins mun setjast við Spursmálaborðið ásamt Sólveigu Önnu og greina stöðuna sem er í meira lagi viðkvæm.
Að því loknu mun Helgi I. Jónsson, fyrrum hæstaréttardómari ræða við Stefán Einar um framkvæmd hinnar svokölluðu samfélagsþjónustu sem verið hefur hluti af refsivörslukerfinu hér á landi allt frá árinu 1995. Segir hann alvarlegar brotalamir á kerfinu.
Þá mun Albert Jónsson, fyrrum sendiherra og alþjóðamálaráðgjafi forsætisráðherra mæta til leiks og ræða stöðuna í Úkraínudeilunni og hvað Trump hyggist fyrir í því afar viðkvæma, og eldfima máli.

480 Listeners

150 Listeners

24 Listeners

28 Listeners

93 Listeners

25 Listeners

14 Listeners

11 Listeners

71 Listeners

32 Listeners

33 Listeners

23 Listeners

19 Listeners

34 Listeners

9 Listeners