
Sign up to save your podcasts
Or
Á sama tíma og Donald Trump leggur tolla á nágrannaríki Bandaríkjanna, Kína og Evrópusambandið reynir hann að toga Úkraínumenn og Rússa að samningaborðinu. Hann kallar eftir friði í Evrópu.
Er Trump í ruglinu?
Tryggvi Hjaltason nam hernaðar- og varnarmálafræði í Bandaríkjunum og þá lauk hann einnig þriggja ára liðsforingjaþjálfun hjá Bandaríkjaher. Hann hefur teiknað upp ólíkar sviðsmyndir um það hvað Trump hyggist fyrir og hvaða árangri hann hefur í hyggju að ná þegar kemur að málefnum Úkraínu, NATO en ekki síst baráttunni um hernaðarlega yfirburði á heimssviðnu. Þar gera Kínverjar sig sífellt líklegri til þess að skáka Bandaríkjunum.
Dr. Ragnar Árnason, prófessor emeritus í hagfræði við Háskóla Íslands hefur að undanförnu fjallað ítarlega um kosti og galla þess að Ísland gengi í Evrópusambandið. Hefur hann t.d. bent á að það sé tómt mál að tala um eina tiltekna húsnæðisvexti á evrusvæðinu. Þar muni miklu milli ólíkra hagkerfa.
Hefur hann tekist nokkuð hart á við Dag B. Eggertsson um þessi mál. Var þeim báðum boðið í þáttinn, bæði í þessari viku og hinni fyrri og þáði Ragnar boðið.
Í fréttum vikunnar er rætt við tvo alþingismenn sem bera sitthvorn heiðurstitilinn. Jónína Björk Óskarsdóttir er elsti núverandi þingmaðurinn en hún situr á þingi fyrir Flokk fólksins. Ingvar Þóroddsson er þingmaður Viðreisnar og er hann yngstur þingmanna sem nú sitja.
5
22 ratings
Á sama tíma og Donald Trump leggur tolla á nágrannaríki Bandaríkjanna, Kína og Evrópusambandið reynir hann að toga Úkraínumenn og Rússa að samningaborðinu. Hann kallar eftir friði í Evrópu.
Er Trump í ruglinu?
Tryggvi Hjaltason nam hernaðar- og varnarmálafræði í Bandaríkjunum og þá lauk hann einnig þriggja ára liðsforingjaþjálfun hjá Bandaríkjaher. Hann hefur teiknað upp ólíkar sviðsmyndir um það hvað Trump hyggist fyrir og hvaða árangri hann hefur í hyggju að ná þegar kemur að málefnum Úkraínu, NATO en ekki síst baráttunni um hernaðarlega yfirburði á heimssviðnu. Þar gera Kínverjar sig sífellt líklegri til þess að skáka Bandaríkjunum.
Dr. Ragnar Árnason, prófessor emeritus í hagfræði við Háskóla Íslands hefur að undanförnu fjallað ítarlega um kosti og galla þess að Ísland gengi í Evrópusambandið. Hefur hann t.d. bent á að það sé tómt mál að tala um eina tiltekna húsnæðisvexti á evrusvæðinu. Þar muni miklu milli ólíkra hagkerfa.
Hefur hann tekist nokkuð hart á við Dag B. Eggertsson um þessi mál. Var þeim báðum boðið í þáttinn, bæði í þessari viku og hinni fyrri og þáði Ragnar boðið.
Í fréttum vikunnar er rætt við tvo alþingismenn sem bera sitthvorn heiðurstitilinn. Jónína Björk Óskarsdóttir er elsti núverandi þingmaðurinn en hún situr á þingi fyrir Flokk fólksins. Ingvar Þóroddsson er þingmaður Viðreisnar og er hann yngstur þingmanna sem nú sitja.
477 Listeners
146 Listeners
23 Listeners
90 Listeners
26 Listeners
11 Listeners
3 Listeners
28 Listeners
73 Listeners
26 Listeners
22 Listeners
20 Listeners
4 Listeners
32 Listeners
6 Listeners