
Sign up to save your podcasts
Or
Þjóðir heims hafa brugðist ókvæða við þeirri ákvörðun Trumps að leggja verndartolla á þjóðir heims. Sveitarfélögin er í sama gír gagnvart aðgerðum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur.
Þetta er meðal þess sem rætt er á vettvangi Spursmála þennan föstudaginn. Í fréttum vikunnar er sannarlega vikið að ákvörðun forsetans í Washington og til samtals um það mæta fyrrum ráðherrar Framsóknarflokksins, þau Willum Þór Þórsson og Lilja Dögg Alfreðsdóttir.
Þau ræða einnig gosið á Sundhnúkagígaröðinni sem varði stutta stund og gerði minni óskunda en í fyrstu virtist stefna.
Þegar yfirferð á fréttum vikunnar sleppir mæta þeir beint frá Ísafirði og Fjarðabyggð þeir Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðar og Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar.
Sveitarstjórnarmenn í fjölmörgum sveitarfélögum hringinn í kringum landið hafa brugðist ókvæða við þeim fyrirætlunum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að tvöfalda veiðigjöld á útgerðir landsins. Ljóst er að sú gríðarlega skattlagning mun hafa áhrif á miklu fleiri en fámennan hóp útgerðarmanna.
Að loknu því spjalli sest Flóki Ásgeirsson, lögmaður Blaðamannafélags Íslands niður með Stefáni Einari og ræðir þann möguleika sem nú er uppi um að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins setji á laggirnar rannsóknarnefnd til þess að fara ofan í saumana á aðkomu Ríkisútvarpsins að hinu svokallaða byrlunarmáli.Flóki kemur fyrir hönd félagsins í viðtalið þar sem formaður þess, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, treystir sér ekki á vettvang til þess að ræða fyrri yfirlýsingar sínar um málið.
5
22 ratings
Þjóðir heims hafa brugðist ókvæða við þeirri ákvörðun Trumps að leggja verndartolla á þjóðir heims. Sveitarfélögin er í sama gír gagnvart aðgerðum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur.
Þetta er meðal þess sem rætt er á vettvangi Spursmála þennan föstudaginn. Í fréttum vikunnar er sannarlega vikið að ákvörðun forsetans í Washington og til samtals um það mæta fyrrum ráðherrar Framsóknarflokksins, þau Willum Þór Þórsson og Lilja Dögg Alfreðsdóttir.
Þau ræða einnig gosið á Sundhnúkagígaröðinni sem varði stutta stund og gerði minni óskunda en í fyrstu virtist stefna.
Þegar yfirferð á fréttum vikunnar sleppir mæta þeir beint frá Ísafirði og Fjarðabyggð þeir Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðar og Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar.
Sveitarstjórnarmenn í fjölmörgum sveitarfélögum hringinn í kringum landið hafa brugðist ókvæða við þeim fyrirætlunum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að tvöfalda veiðigjöld á útgerðir landsins. Ljóst er að sú gríðarlega skattlagning mun hafa áhrif á miklu fleiri en fámennan hóp útgerðarmanna.
Að loknu því spjalli sest Flóki Ásgeirsson, lögmaður Blaðamannafélags Íslands niður með Stefáni Einari og ræðir þann möguleika sem nú er uppi um að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins setji á laggirnar rannsóknarnefnd til þess að fara ofan í saumana á aðkomu Ríkisútvarpsins að hinu svokallaða byrlunarmáli.Flóki kemur fyrir hönd félagsins í viðtalið þar sem formaður þess, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, treystir sér ekki á vettvang til þess að ræða fyrri yfirlýsingar sínar um málið.
470 Listeners
149 Listeners
224 Listeners
23 Listeners
31 Listeners
93 Listeners
24 Listeners
3 Listeners
30 Listeners
22 Listeners
10 Listeners
27 Listeners
13 Listeners
27 Listeners
3 Listeners