Spursmál

#73. - Slegið á puttana á skattaóðri ríkisstjórn


Listen Later

Sí­fellt kem­ur bet­ur í ljós að rík­is­stjórn Kristrún­ar Frosta­dótt­ur stefn­ir á stór­felld­ar skatta­hækk­an­ir á fólk og fyr­ir­tæki. Ásdísi Kristjáns­dótt­ur bæj­ar­stjóra í Kópa­vogi líst ekki á stöðuna. Hún er gest­ur Spurs­mála þenn­an föstu­dag­inn ásamt Ernu Björgu Sverr­is­dótt­ur, aðal­hag­fræðingi Ari­on banka.

Ásdís seg­ir að það séu ekki aðeins stór­hækkuð veiðigjöld og „mat­seðill“ af skatta­hækk­un­um á ferðaþjón­ust­una sem stefni í. Þannig bend­ir hún á að stjórn­völd stefni að því að þvinga sveit­ar­fé­lög til þess að full­nýta út­svars­pró­sentu þá sem leggja má á íbú­ana. Sveit­ar­fé­lög­um sem það geri ekki verði ein­fald­lega refsað.

Erna Björg nefn­ir að huga verði að því hvernig staðið er að breyt­ing­um á grunn­atvinnu­vegi þjóðar­inn­ar þegar mik­il óvissa rík­ir á flest­um sviðum, ekki síst vegna þess tolla­stríðs sem Don­ald Trump og stjórn hans í Washingt­on hef­ur efnt til gagn­vart flest­um ríkj­um heims.

Í síðari hluta þátt­ar­ins er rætt við for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins Intu­ens Seg­ulóm­un­ar sem býður upp á mynd­grein­ing­arþjón­ustu á heil­brigðis­sviði. Fyr­ir­tækið hef­ur lent í kröpp­um dansi í tengsl­um við sam­skipti við Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands og Land­lækni.

Sag­an sú er í meira lagi lygi­leg og þess virði að fræðast um það hvernig kerfið get­ur unnið gegn ný­sköp­un og upp­bygg­ingu nýrra fyr­ir­tækja sem efna vilja til sam­keppni við fyr­ir­tæki sem eru á fleti fyr­ir.

Í upp­hafi þátt­ar­ins er einnig kynnt­ur til leiks Bóka­klúbb­ur Spurs­mála þar sem sam­fé­lags­mál­in verða kruf­in á síðum áhuga­verðra bóka. Klúbbur­inn tek­ur til starfa í sam­starfi við öfl­uga bak­hjarla. Lækn­inga­vöru­fyr­ir­tækið Kerec­is, sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Brim, Sam­sung og Penn­ann/​Ey­munds­son.


...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpursmálBy Ritstjórn Morgunblaðsins

  • 5
  • 5
  • 5
  • 5
  • 5

5

2 ratings


More shows like Spursmál

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

480 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

150 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

24 Listeners

FM957 by FM957

FM957

28 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

93 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

14 Listeners

Grjótkastið by Björn Ingi Hrafnsson

Grjótkastið

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

71 Listeners

Teboðið by Birta Líf og Sunneva Einars

Teboðið

32 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

33 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

23 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

34 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

9 Listeners