
Sign up to save your podcasts
Or
Við fengum frábæran gest í þátt vikunnar af Seinni níu því handboltamaðurinn Aron Pálmarsson kom í heimsókn. Aron var að ljúka mögnuðum handboltaferli á dögunum og er nú orðinn forfallinn kylfingur. Hann ætti því að hafa meiri tíma fyrir golfið núna þegar hann er hættur í handboltanum.
Aron byrjaði ungur í golfi en spilaði lítið á meðan handboltaferlinum stóð. Hann byrjaði aftur að spila þegar hann fluttist til Barcelona og er í dag með um 7 í forgjöf.
Óhætt er að segja að sveifluhraðinn komi beint úr handboltanum því Aron getur slegið mjög langt og hátt með drævernum eða allt að 250 metra í réttri vindátt.
Aron velur draumahollið en kemur jafnframt með frábært Powerrank yfir það sem hann þolir ekki í golfi. Einnig deilir hann með okkur þeirri upplifun að fara holu í höggi á Hvaleyrarvelli.
Frábær þáttur með einum af okkar dáðustu íþróttamönnum.
Við fengum frábæran gest í þátt vikunnar af Seinni níu því handboltamaðurinn Aron Pálmarsson kom í heimsókn. Aron var að ljúka mögnuðum handboltaferli á dögunum og er nú orðinn forfallinn kylfingur. Hann ætti því að hafa meiri tíma fyrir golfið núna þegar hann er hættur í handboltanum.
Aron byrjaði ungur í golfi en spilaði lítið á meðan handboltaferlinum stóð. Hann byrjaði aftur að spila þegar hann fluttist til Barcelona og er í dag með um 7 í forgjöf.
Óhætt er að segja að sveifluhraðinn komi beint úr handboltanum því Aron getur slegið mjög langt og hátt með drævernum eða allt að 250 metra í réttri vindátt.
Aron velur draumahollið en kemur jafnframt með frábært Powerrank yfir það sem hann þolir ekki í golfi. Einnig deilir hann með okkur þeirri upplifun að fara holu í höggi á Hvaleyrarvelli.
Frábær þáttur með einum af okkar dáðustu íþróttamönnum.