Spursmál

#77. - Ár í kosningar og vextirnir valda áhyggjum


Listen Later

Í dag er slétt ár þar til Íslend­ing­ar ganga að kjör­borðinu og kjósa til 62 sveit­ar­stjórna. Víða stefn­ir í harðan slag og ljóst að marg­ir þurfa að verja vígið og enn aðrir sem stefna á að ná völd­um.

Þetta er meðal þess sem farið er yfir á vett­vangi Spurs­mála þenn­an föstu­dag­inn þegar blaðamenn­irn­ir Andrés Magnús­son og Her­mann Nökkvi Gunn­ars­son mæta til leiks og fara yfir kosn­inga­bar­átt­una framund­an. Það má segja að Spurs­mál ræsi kapp­hlaupið um meiri­hlut­ann í sveit­ar­fé­lög­un­um landið um kring.

Halla Gunn­ars­dótt­ir, sem kjör­in var formaður VR, stærsta stétt­ar­fé­lags lands­ins í vor, mæt­ir á vett­vang og fer meðal ann­ars yfir þær áhyggj­ur sem nú hrann­ast upp vegna hækk­andi verðlags. Hún verður spurð að því hvort hætt sé við að risa­samn­ing­arn­ir sem und­ir­ritaðir voru í fyrra, með mikl­um kostnaði fyr­ir rík­is­sjóð og fyr­ir­tæk­in í land­inu, sé í hættu en í sept­em­ber næst­kom­andi fer sér­stök for­sendu­nefnd yfir það hvort ákvæði samn­ings­ins haldi.

Frosti Loga­son mæt­ir ásamt Höllu en hann birti í vik­unni kynn­gi­magnað viðtal við Jón Óttar Ólafs­son, sem verið hef­ur milli tann­anna á fólki síðustu vik­ur vegna njósna­fyr­ir­tæk­is­ins PPP. Frosti hef­ur sterk­ar skoðanir á störf­um sér­staks sak­sókn­ara og það verður fróðlegt að heyra hvað hann hef­ur að segja um næstu skref sem taka verður til þess að leiða þetta stóra mál til lykta.

Sér­fræðing­ar Íslands­banka, sem loks verður einka­vædd­ur að fullu í næstu viku, telja að pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands muni halda stýri­vöxt­um óbreytt­um að sinni en nefnd­in kynn­ir niður­stöðu maraþon­funda sinna á miðviku­dags­morg­un í næstu viku. Meg­in­vext­ir bank­ans eru 7,75% og þykir flest­um nóg um - ekki síst verka­lýðshreyf­ing­unni.

Jón Bjarki Bents­son, aðal­hag­fræðing­ur Íslands­banka fer yfir þetta mat og hvernig horf­urn­ar í hag­kerf­inu eru al­mennt. Það ger­ir hann ásamt Marinó Erni Tryggva­syni, fyrr­ver­andi for­stjóra Kviku banka. Hann von­ast til þess að Seðlabank­inn stígi var­færið skref í átt til vaxta­lækk­un­ar. Þar horf­ir hann til fjár­mála­stöðug­leika sem taka verði til­lit til, 12-24 mánuði fram í tím­ann.

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpursmálBy Ritstjórn Morgunblaðsins

  • 5
  • 5
  • 5
  • 5
  • 5

5

2 ratings


More shows like Spursmál

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

FM957 by FM957

FM957

30 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Beint í bílinn by Sveppalingur1977

Beint í bílinn

28 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

73 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

22 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Ólafssynir í Undralandi by Útvarp 101

Ólafssynir í Undralandi

13 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners