
Sign up to save your podcasts
Or
Gæti ríkissjóður hagnast um þúsundir milljarða á því ef olíuvinnsla hefst á Drekasvæðinu?
Það fullyrða þeir Heiðar Guðjónsson og Haukur Óskarsson en þeir hafa í nærri tvo áratugi unnið að því að koma olíuleit og -vinnslu af stað á svæðinu. Þeir eru gestir Spursmála að þessu sinni og segja verkefnið að öllu óhættulaust fyrir ríkissjóð.
En hver er hættan á umhverfisslysi og hversu langan tíma tæki að koma verkefni af þessu tagi á koppinn. Svara við þessu öllu verður leitað í þættinum.
Áður en þeir mæta til leiks etja kappi þær Arna Lára Jónsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins. Arna Lára er formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins og hún situr sömuleiðis í fjárlaganefnd.
Sigríður situr í velferðarnefnd þar sem kostnaðarþyngstu þættir fjárlaga liggja. Og það er einmitt af þeirri ástæðu sem þær eru kvaddar á vettvang. Til þess að ræða fjárlögin sem nú gera ráð fyrir því að útgjöld ríkissjóðs muni nema ríflega 1.600 milljörðum króna á næsta ári.
Í lok þáttar verður farið yfir nýja fjártæknilausn fyrirtækisins Aurbjargar þar sem almenningi gefst kostur á að skilja betur en áður hvernig lífeyriskerfið virkar og hvað það þýðir að greiða iðgjöld sín í þennan sjóð fremur en annan. Gríðarlega miklu getur munað á ávinnslunni eftir sjóðum og breyturnar eru margar.
Það eru þau Ásdís Arna Gottskálksdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins og Baldvin Egill Baldvinsson fjártæknisérfræðingur, sem fara yfir málið.
5
22 ratings
Gæti ríkissjóður hagnast um þúsundir milljarða á því ef olíuvinnsla hefst á Drekasvæðinu?
Það fullyrða þeir Heiðar Guðjónsson og Haukur Óskarsson en þeir hafa í nærri tvo áratugi unnið að því að koma olíuleit og -vinnslu af stað á svæðinu. Þeir eru gestir Spursmála að þessu sinni og segja verkefnið að öllu óhættulaust fyrir ríkissjóð.
En hver er hættan á umhverfisslysi og hversu langan tíma tæki að koma verkefni af þessu tagi á koppinn. Svara við þessu öllu verður leitað í þættinum.
Áður en þeir mæta til leiks etja kappi þær Arna Lára Jónsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins. Arna Lára er formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins og hún situr sömuleiðis í fjárlaganefnd.
Sigríður situr í velferðarnefnd þar sem kostnaðarþyngstu þættir fjárlaga liggja. Og það er einmitt af þeirri ástæðu sem þær eru kvaddar á vettvang. Til þess að ræða fjárlögin sem nú gera ráð fyrir því að útgjöld ríkissjóðs muni nema ríflega 1.600 milljörðum króna á næsta ári.
Í lok þáttar verður farið yfir nýja fjártæknilausn fyrirtækisins Aurbjargar þar sem almenningi gefst kostur á að skilja betur en áður hvernig lífeyriskerfið virkar og hvað það þýðir að greiða iðgjöld sín í þennan sjóð fremur en annan. Gríðarlega miklu getur munað á ávinnslunni eftir sjóðum og breyturnar eru margar.
Það eru þau Ásdís Arna Gottskálksdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins og Baldvin Egill Baldvinsson fjártæknisérfræðingur, sem fara yfir málið.
473 Listeners
149 Listeners
26 Listeners
28 Listeners
89 Listeners
24 Listeners
11 Listeners
7 Listeners
71 Listeners
29 Listeners
24 Listeners
19 Listeners
2 Listeners
34 Listeners
7 Listeners