Seinni níu

#89 - Bogi Nils fór í dáleiðslu til að laga vippin


Listen Later

Við fáum frábæran gest þessa vikuna í Seinni níu. Bogi NilsBogason, forstjóri Icelandair, kíkir í heimsókn til okkar. Bogi er mjög flottur kylfingur með um 4,5 í forgjöf og hóf ungur að leika golf á Eskifirði þar sem hann ólst upp og er enn skráður í klúbbinn á sínum heimaslóðum. Hann er líka félagi í Golfklúbbi Reykjavíkur og býr við Korpúlfsstaðavöll.

Bogi sinnir auðvitað stóru hlutverki í einu mikilvægasta fyrirtæki landsins. Hann notar því golf til þess að reyna kúpla sig út úr amstri hversdagsins. Hann nefnir að tvígang hafi vinnutengdir hlutir eyðilagt fyrir honum golfhring og árið 2020 eyðilagi kjarabarátta við eina af stéttum félagsins fyrir honum fyrsta hring í Meistaramóti GR.

Í þættinum er komið víða. Bogi fer yfir vandræði karlhluta fjölskyldunnar við að fara holu í höggi. Hann velur jafnframt draumahollið þar sem afar ólíkir kylfingar koma saman. Einnig fengum við Boga til að kraftraða fimm bestu flugvellina með tilliti til gæði golfvalla í nálægð við flugvöll.

Við fáum að heyra með hvaða heimþekktu kylfingum Bogi hefur leikið með en hann hefur í þrígang leikið með Big Easy, Ernie Els, sem er að sögn Boga einstaklega léttur og skemmtilegur.

Boga segir okkur frábæra sögu af púttharmleik á 18. holu í Grafarholti og einnig hvernig hann nýtti sér dáleiðslu til að reyna að laga vippin sem hafa verið að plaga hann að undanförnu.

Frábær þáttur sem á erindi við allt golfáhugafólk!

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Seinni níuBy Logi Bergmann og Jón Júlíus Karlsson