Mannlegi þátturinn

Að dæma hrúta og Ólafur Darri um Ófærð


Listen Later

Kristín okkar Einarsdóttir fór á hrútasýningu á bænum Heydalsá í Strandabyggð og fylgdist með ráðunautnum Stellu Ellertsdóttur dæma hrúta og bændur fylgdust spenntir með. Þetta er einn þeirra viðburða í sveitum landsins þar sem fólki gefst tækifæri til að hittast og gleðjast yfir góðum árangri í sauðfjárrækt. Auk Stellu talaði Kristín við Barböru Guðbjartsdóttur, Viðar Guðmundsson, Magnús Sigurðsson, Ragnar Bragason, Þórey Ragnarsdóttur og Karl Björnsson.
Þriðja þáttaröðin af Ófærð hófst á sunnudagskvöldið. Lögreglumaðurinn Andri er mættur aftur og enn reynir á hann að rannsaka dularfullt mannslát, þar sem koma við sögu vélhjólaklíka, sértrúarsöfnuður og eldra sakamál sem tengist Andra. Ólafur Darri Ólafsson leikur auðvitað Andra eins og áður og þarna eru fleiri góðkunningjar eins og Hinrika lögreglukona, sem Ilmur Kristjánsdóttir leikur, og fleiri. Fyrstu tvær þáttaraðirnar urðu gríðarlega vinsælar, ekki bara hér á landi heldur víða um heim. Við fengum Ólaf Darra í þáttinn í dag og hann sagði okkur frá þessu ferðalagi í Ófærð undanfarin sex ár, samferðarmanninum Andra og fleiru.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

13 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

134 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur by RÚV

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

26 Listeners

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms by heilsuhladvarp

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms

4 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners