Bara bækur

Afi minn stríðsfanginn og Davíð Wunderbar


Listen Later

"Við erum stödd á milli tikk og takk. Þar sem lífið sjálft felur sig." Tilvistin er föst í klukkunni. Við skyggnumst inn í huga sögupersónu sem vill útrýma mælingum tímans. Davíð Wunderbar er önnur skáldsaga Hákonar J. Behrens og þar segir frá manni með hugmyndir, kannski einhverjar ranghugmyndir líka. Þetta er skáldsaga sem flæðir hratt, hún hvellspringur í höndunum á manni og eyrir engu. Aðalpersóna sögunnar telur sig útundan, skilinn eftir og þarf að flýja á ný mið til þess að öðlast einhvern samastað í tilverunni. Þar kynnist hann konu og með þeim takast ástir, en breytir það einhverju? Alltaf hvílir á honum stóra hugmyndin um að nákvæm mæling tímans sé rót alls vanda. Allt frá landbúnaðarbyltingu höfum við verið hneppt í vistarband við tímann.
Og stríðið heldur áfram. Sögur af stríði hér á Íslandi eru vissulega til og reglulega skjóta upp kollinum bækur þar sem þær eru sagðar. Þegar Ísland var hernumið af Bretum í síðari heimsstyrjöld breyttist margt en það þurfti ekki vopnuð átök til þess og enginn kom og reyndi af hafa af þeim Ísland með vopnum. En stríðið hafði ýmsar afleiddar afleiðingar í för með sér. Í Bókinni Afi minn stríðsfanginn greinir Elín Hirst frá sannri sögu úr sinni eigin fjölskyldu af því þegar breski herinn handtók afa hennar, Karl Hirst, í upphafi hernámsins, fyrir það eitt að vera Þjóðverji. Hann var fluttur ásamt fleirum í fangabúðir á eyjunni Mön. Næstu ár voru öll samskipti þeirra hjóna, Karls og Þóru Mörtu ömmu Elínar, ritskoðuð og Þóra sem var kraftmikil og hugmyndarík kona þurfti að sjá ein fyrir fjölskyldunni. Að stríði loknu tók við önnur barátta - að heimilisfaðirinn fengi að snúa aftur heim til eiginkonu og barna.
Viðmælendur: Elín Hirst og Hákon Jens Behrens.
Lesari: Lóa Björk Björnsdóttir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Bara bækurBy RÚV


More shows like Bara bækur

View all
Víðsjá by RÚV

Víðsjá

2 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

471 Listeners

Lestin by RÚV

Lestin

7 Listeners

The Daily by The New York Times

The Daily

112,586 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

150 Listeners

The Rest Is History by Goalhanger

The Rest Is History

15,631 Listeners

Mennska by Bjarni Snæbjörnsson

Mennska

0 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu by Benedikt bókaútgáfa

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu

0 Listeners

Fílalag by Fílalag

Fílalag

74 Listeners