Hreiðar Ingi Þorsteinsson er höfundur Jólalags Ríkisútvarpsins árið 2025. Lagið samdi hann við gamla þjóðvísu, Kerling heitir Grýla, sem birtist án tilgreinds höfundar í Stafrófskveri handa börnum, útgefnu á Akureyri, árið 1873. Hreiðar Ingi er jafnframt stjórnandi kammerkórsins Huldar, sem flytur lagið, en Huldur er óvenjulegur kór sem frumflutt hefur fjölda íslenskra kórverka á skammri ævi sinni. Hreiðar Ingi leit við í hljóðstofu fyrir frumflutninginn.
Gauti Kristmannsson og Soffía Auður Birgisdóttir rýna síðustu tvær bækurnar fyrir jól, Ósmann Joachims Schmidt og Þyngsta frumefni Jóns Kalmans, en við eigum þó eftir að heyra fleiri umfjallanir um bækur eftir áramót, enda jólabókaflóðið langt í frá uppurið.
En við byrjum á því að gera upp leikárið, með Trausta Ólafssyni.