Rætt við Kára Stefánsson forstj. Íslenskrar erfðagreiningar um átak fyrir sjúkrahús SÁÁ vegna langra biðlista eftir meðferð. Tónleikar verða í Háskólabíói 8.nóvember í boði átaksins, einnig er undirskriftalisti á netinu.
Skemmtiferðaskip - Tækifæri og ógnir er yfirskrift fyrirlestrar sem haldinn verður næstkomandi miðvikudag. Þórný Barðadóttir sérfræðingur hjá Rannsóknarmiðstöð ferðamála fer yfir rannsókn sem hún hefur gert, þar sem hún hefur skoðað hvers konar ferðir eru valdar af farþegum skipanna, við sláum á þráðinn til hennar á eftir.
Breki Karlsson var nýlega kjörinn formaður Neytendasamtakanna, hvað skyldi hann vera að lesa? Hvað er á náttborðinu og hvaða höfundar hafa haft áhrif á hann. Hann verður gestur okkar í lok þáttar.