Mannlegi þátturinn

Áramót á Ströndum, 12 vínber á Spáni og sjálfsvirði


Listen Later

Við hringdum vestur á Strandir í okkar konu Kristínu Einarsdóttur og ræddum við hana um áramótin og áramótaskaupið. Kristín hefur rannsakað skaupið og efnistök í mörg ár og skrifað um húmor landans.
Póstkort dagsins frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni sagði okkur frá sérkennilegu jólahaldi á Spáni fyrir gamlan Seyðfirðing þar sem fólk dansar á ströndinni á jóladag, tekur ekki upp jólagjafir fyrr en á þrettándanum. Ennfremur segir af sérkennilegum siðum um áramót þar sem aðalatriðið er að gleypa tólf vínber á miðnætti, eitt við hvert klukkuslag þegar pósthúsklukkan í Madrid slær tólf.
Við rifjuðum upp áhugavert efni úr þættinum frá liðnu ári og af því að Rás 1 mun huga að andlegu heilsunni í janúar, heyrðum við viðtal við Guðrúnu Pálmadóttur ráðgjafa á Akureyri um sjálfsvirði og með henni veltum við fyrir okkur spurningunni „Hvert er þitt sjálfsvirði?“. Það er kannski erfitt fyrir marga að svara því nákvæmlega en áföll og ofbeldi í bernsku geta haft áhrif á sjálfsvirðið út lífið. Guðrún heldur úti vefsíðunni sjáfsvirði.is og heldur námskeið sem hún byggir á eigin reynslu en hún upplifði andlegt ofbeldi í æsku. (Viðtalið var í Mannlega þættinum 11.mars ?19)
Hrefna Guðmundsdóttir er í hópi fólks sem ætlar að styrkja björgunarsveitirnar með beinum fjárframlögum, í stað þess að kaupa flugelda og hvetja aðra til þess sama. Við heyrðum í Hrefnu í lok þáttar.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

14 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

136 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur by RÚV

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur

3 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

32 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

28 Listeners

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms by heilsuhladvarp

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms

4 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

8 Listeners