ADHD. Mikil vakning í málefnum ADHD undanfarin ár með aukinni fræðslu. Jóna Kristín Gunnarsdóttir kennari situr í stjórn samtakanna og er móðir barns með ADHD, hún segir að umræðan í fjölmiðlum sé oft illa sett fram og með sláandi fyrirsögnum sem virka neikvæðar og setur þá sem ekki misnota lyf sín í varnarstöðu. Foreldrar fá jafnvel á tilfinninguna að þeir séu að dópa upp börnin sín.
Marta Nordal umboðsmaður barna á Alþingi sagði frá því að 250 börn fá á næstunni boð um að koma á Barnaþing í Hörpu í haust en það þing verður hápunktur afmælisárs barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna.
Magnús R Einarsson sendi póstkort frá Spáni þar sem hann sagði frá hundahaldi á spáni.