Share Besta platan
Share to email
Share to Facebook
Share to X
By Hljóðkirkjan
5
88 ratings
The podcast currently has 242 episodes available.
Grallararnir frá Glendale spruttu fram á sjónarsviðið í miðri númetalbylgju og slógu rækilega í gegn. System of a Down smellpassaði einhvern veginn í hópinn, þó færa megi ágæt rök fyrir því að tónlistin sé alls enginn númetall.
Jeff heitnum Buckley auðnaðist bara að gefa út eina breiðskífu á meðan hann lifði en áhrif hennar eru rík og mikil og aukast á milli ára ef eitthvað er. BP-ingar fóru í saumana á þessu máli og treystu á náð almættisins við úttektina, ekki veitti af.
Á 9. áratugnum fór The Waterboys með leikvangalegum jafnt sem gelískum himinskautum en virðist heldur gleymd í dag. Arnar sneri hjartanu í gang í þætti þessum og svipti upp stóra samhenginu ásamt sínum góðum makkerum, Hauki og Baldri.
Harðjaxlarnir frá Hanover byrjuðu að rokka fyrir rétt tæpum 60 árum og sýna lítil sem engin þreytumerki. Bestuplötuliðar fóru skítkaldir í þetta ferðalag, en niðurstaðan var sú að Blackout frá 1982 væri besta plata Scorpions.
Endurkoma aldanna, þ.e. hljómsveitarinnar Oasis, er m.a. tilkomin vegna friðarpíputotts hinna alræmdu Gallagherbræðra. Í þessum frímínútum skoðum við skrautlegar rimmur þeirra bræðra í gegnum tíðina og veltum því fyrir okkur hvernig systkinum reiðir af þegar þau vinna saman að tónlist. Er blóð virkilega þykkara en vatn?
Það má færa rök fyrir því að upphafslög kvikmyndanna um James Bond séu tónlistarstefna í sjálfu sér. Við förum yfir lögin í tímaröð og djúpgreinum fyrirbærið.
Besta plata „rokkömmunnar“ Tinu Turner er hin magnaða endurkomuplata hennar frá 1984, Private Dancer. Þarf eitthvað að ræða það? Jú, auðvitað!
Viðfangsefni vikunnar er eina hljóðversplata Lauryn Hill, en hún var á dögunum valin „besta plata sögunnar“ af álitsgjöfum Apple Music — og það er svo sannarlega ekki fyrsti listinn sem hún toppar.
Hvað fær tónlistarfólk til að endurhljóðrita fyrri verk? Er þetta fólk ekki með öllum mjalla? Við rýnum í þennan umdeilda gjörning í þætti vikunnar, sem einnig vill svo til að er síðasti þáttur fyrir sumarfrí.
The podcast currently has 242 episodes available.
474 Listeners
74 Listeners
151 Listeners
227 Listeners
131 Listeners
23 Listeners
29 Listeners
91 Listeners
82 Listeners
33 Listeners
23 Listeners
25 Listeners
8 Listeners
26 Listeners