Mannlegi þátturinn

Bíladella, Gleym-mér-ei og golfsumarið


Listen Later

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir fjölmiðlakona, hefur starfað í sjónvarpi, útvarpi og nú skrifar hún meðal annars um bíla í Morgunblaðið. Hún segist vera forfallinn tækja- og adrenalínsjúklingur með flugbakteríu á lokastigi. Með tilliti til þess er hún komin nú í draumastöðu þar sem hún hefur tækifæri til að prófa allar týpur af bílum og rýna í kosti þeirra og galla. Ég rak til dæmis augun í grein hennar um nýjan rafmagnsbíl frá Mercedes Benz. Sigríður Elva kom í þátinn í bíladelluspjall um nýjustu rafbílana og sagði okkur aðeins frá fisflugi.
Í Reykjavíkurmaraþoninu er hægt, eins og reyndar undanfarin ár, að hlaupa og safna fé fyrir góðan málstað. Anna Sigrún Baldursdóttir ætlar að hlaupa til styrktar Gleym-mér-ei Styrktarfélag, en það félag er með þann tilgang að halda utan um styrktarsjóð sem notaður er til að styrkja ýmis verkefni í tengslum við missi barns á meðgöngu og í/eftir fæðingu. Anna Sigrún kom í þáttinn og sagði sína sögu, en hún missti barn við fæðingu árið 1995.
Golfsumarið er í fullum gangi, golfvellir landsins koma einstaklega vel undan vetri og golkylfum er sveiflað af kappi um allt land með það markmið að koma litlu hvítu kúlunni ofan í þar til gerðar holur. Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands kom í þáttinn og fór yfir stöðuna í golfi á Íslandi.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

14 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

136 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur by RÚV

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur

3 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

32 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

28 Listeners

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms by heilsuhladvarp

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms

4 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

8 Listeners