Sign up to save your podcastsEmail addressPasswordRegisterOrContinue with GoogleAlready have an account? Log in here.
Helena Sævarsdóttir segir sannar sögur af raðmorðingjum og morðmálum, óupplýstum lögreglumálum, slysum og allskonar misteríum sem hafa gerst um allan heim. Þættirnir eru ekki við hæfi barna.... more
FAQs about Blóðbönd:How many episodes does Blóðbönd have?The podcast currently has 40 episodes available.
March 15, 2024Jeremy Steinke & Jasmine Richardson - morðmálJeremy Steinke var 23 ára maður í Kanada sem vildi meina að hann væri ekki bara venjulegur gaur- heldur að hann væri 300 ára varúlfur eða vampíra. Ekki nóg með það, heldur var hann í ástarsambandi með 12 ára stelpu, sem hann hélt að væri 15 ára, Jasmine Richardson, sem heillaðist af þessum myrka lífsstíl hans. Þegar foreldrar Jasmine samþykktu ekki (augljóslega) sambandið þeirra tóku þau Jeremy og Jasmine málin í sínar hendur....more23minPlay
February 29, 2024Vincent Li - morðmál og mannát22 ára karlmaður í blóma lífsins var á leið heim í frí frá vinnu til Winnipeg í Kanada í margra klukkutíma rútuferð. Á miðri leið er furðulegum manni hleypt um borð í rútuna og ENGINN gat séð fyrir hvað síðan gerðist, en lögreglumaður sem var fyrstur á vettvang tók eigið líf nokkrum árum seinna því hann gat ekki lifað með því sem hann hafði séð. Brútal þáttur gott fólk!...more24minPlay
February 21, 2024Jesse McBane og Patricia Mann "The Valentine Murders" - morðmálMál dagsins er þekkt sem "The Valentine Murders" og átti sér stað á valentínusardaginn árið 1971 í Durham í Norður-Kaliforníu. Ungt par hverfur sporlaust þegar það yfirgefur háskólaball sem var haldið í tilefni ástarinnar. Það sem kom síðan í ljós skildi alla sem parið þekkti, samfélagið og yfirvöld eftir í yfirgnæfandi sorg og svo mörgum spurningum sem verður líklega aldrei svarað. ...more23minPlay
January 22, 2024Renae Marsden - sjálfsvígRenae var tvítug kona frá Sydney og var í ástarsambandi með Brayden, en hann sat í fangelsi. Hún hafði aldrei hitt hann eða talað við hann í síma en þrátt fyrir það, elskaði hún hann útaf lífinu. Þegar Brayden segir henni upp eftir 18 mánaða skilaboða samband kemst í ljós að ekki var allt eins og það sýndist og þá var orðið of seint að leiðrétta hlutina....more33minPlay
December 27, 2023Timothy Tillman - morðmálTim var sjúkur í að brjóta af sér, vera óheiðarlegur og að komast upp með það. Hann var prestur, eða predikari sem allir sem þekktu hann, dýrkuðu- og trúðu allir að hann væri góður fjölskyldumaður. Hræðilegt slys á sér stað á heimili Tims, sem rífur fjölskylduna hans í sundur, en var það slys?...more35minPlay
November 30, 2023Andrea Mohr - The Dame of Cocaine - smyglAndrea Mohr var kókaín drottning árin 1993-1996 og flutti kókaín í hundruðum kílóa frá Kólumbíu til Ástralíu. Þegar kærastinn hennar blandar sér inn í innflutninginn á efnunum tekur líf Andreu allt aðra stefnu og karma lætur hana borga fyrir lögbrotin....more36minPlay
October 27, 2023Cameron Rogers - morðmálÁrið 2016 hringir 22 ára karlmaður í Kanada í neyðarlínuna og segist hafa myrt báða foreldra sína. Rannsóknarlögreglan fer að heimili fjölskyldunnar og kemur þar að skelfilegum vettvangi....more19minPlay
September 27, 2023Robert Hansen "The Butcher Baker" - raðmorðingiRobert Hansen leit út fyrir að vera meinlaus bakari í Alaska sem afgreiddi lögregluna og aðra kúnna daglega í vinsæla bakaríinu sínu, stundaði veiðiáhugamál og var tveggja barna faðir og eiginmaður- EN, ekki dæma bókina út frá kápunni eins og oft er sagt. Hann fékk 461 ára fangelsisdóm þegar upp komst um hann....more26minPlay
August 08, 2023Mindy Schloss - morðmálMindy Schloss er hjúkrunarfræðingur sem var á leið í mánaðarlega vinnuferð þegar hún hverfur bara eins og jörðin hafi gleypt hana og finnst hvergi. Þegar betur er að gáð er nágranni hennar frekar grunsamlegur náungi, en fljótt kemst í ljós að hann hafi mögulega eitthvað haft með hvarfið að gera....more31minPlay
August 01, 2023Peter Kupanza - morðmálLík af ungri konu finnst bútað niður í ruslapokum og íþróttatösku en enginn möguleiki er að bera kennsl á líkið. Lögreglan hefur engan byrjunarreit eða vísbendingar hver konan er. Ný tækni með þrívíddarprentara er prófuð sem skilar ótrúlegum niðurstöðum. Þátturinn er ekki við hæfi barna....more28minPlay
FAQs about Blóðbönd:How many episodes does Blóðbönd have?The podcast currently has 40 episodes available.