Háskólinn í Reykjavík stendur fyrir andlegum heilsudegi í dag. Hugmyndin með deginum er búa til vettvang þar sem einstaklingar, sem eru að takast á við ýmsar áskoranir í lífinu, geta kynnt sér hvaða bjargráð eru í boði. Dagurinn er ætlaður bæði nemendum HR og almenningi. Þær Þórunn Hilda Jónasdóttir, viðburðastjóri HR og Stella Ólafsdóttir, starfs- og námsráðgjafi í HR komu í þáttinn og sögðu frá andlega heilsudeginum í þættinum.
Það eru engi töfrar - Virkni foreldra skiptir máli er heiti á forvarnarmyndböndum sem SAMFOK, samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík og Heimili og skóli - landssamtök foreldra gerðu í sumar og er ætlað að vera hvetjandi skilaboð til foreldra um mikilvægi þess að þeir séu virkir í lífi barna sinna. Við ræddum við Sigríði Björk Einarsdóttur framkvæmdastjóra Samfoks.
Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Í þetta sinn lét Magnús hugann reika og reyndi að gera sér grein fyrir spænskum raunveruleika. Það eru fjórðu þingkosningarnar á jafnmörgum árum framundan á Spáni. Borgarastyrjöldin, sem lauk fyrir áttatíu árum, varpar enn skugga inn í daglegan veruleika, en Spánverjar eru ólíkt Bretum búnir að losa sig við heimsveldiskomplexinn, eins og Magnús orðar það.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON