Bara bækur

Edgar Allan Poe og Maður í eigin bíómynd


Listen Later

Já, það verður auðn og myrkur í þætti dagsins. Bæði óhugnarlegt myrkur og það sem umlykur fólk í kvikmyndahúsum. Og það verður dálítið um tímaflakk, við verðum mest á 19. og 20. öldinni.
Við opnum nýja íslenska skáldsögu eftir Ágúst Guðmundsson sem er þekktastur fyrir kvikmyndaleikstjórn en hann er að skrifa um dramataískan og stormasaman kafla í lífi sænska kvikmyndaleikstjórans Ingmar Bergmans. Kvikmyndaleikstjóri notar skáldsögu til að rýna í höfuð kvikmyndaleikstjóra sem er að rýna í eigið líf, þetta er margbrotið og athyglisvert púsluspil.
Og sagna- og kvæða úrval eftir bandaríska rithöfundinn og gotneska rómantíkerinn Edgar Allan Poe hefur í fyrsta sinn litið dagsins ljós, um 200 ára gamlir, sígildir og áhrifamiklir textar sem hafa legið brotakenndir í þýðingarsögu íslands á Poe en hana má rekja til 19. aldar. Edgar Allan Poe var brautryðjandi á sviði smásagnagerðar og segja má upphafsmaður glæpasögunnar sem 200 árum síðar hefur nánast aldrei haft það betra. Sögurnar hans hafa líka haft gríðarleg áhrif á furðusögur og hrollvekjur áratugum saman. En í þessu nýja safnriti frá Dimmu útgáfu eru íslensku þýðingarnar, gamlar og nýjar teknar saman í fyrsta sinn, spennandi tímar fyrir þau sem kunna vel við drungarlegar sögur við kertaljós og dragsúg í skammdeginu. Ástráður Eysteinsson og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson eru ritstjórar verksins og meðal þýðenda setjast niður með mér og rýna í myrkið og ævi Poe.
Viðmælendur: Ágúst Guðmundsson, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Ástráður Eysteinsson.
Tónlist: Pista (Fresh Start) - Los Bitchos, Devil's Trill Sonata - Fritz Kreisler.
Lesarar: Guðni Tómasson og Viðar Eggertsson.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Bara bækurBy RÚV


More shows like Bara bækur

View all
Víðsjá by RÚV

Víðsjá

2 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

472 Listeners

Lestin by RÚV

Lestin

7 Listeners

The Daily by The New York Times

The Daily

112,664 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

150 Listeners

The Rest Is History by Goalhanger

The Rest Is History

15,632 Listeners

Mennska by Bjarni Snæbjörnsson

Mennska

0 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu by Benedikt bókaútgáfa

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu

0 Listeners

Fílalag by Fílalag

Fílalag

74 Listeners