Mannlegi þátturinn

Erla Skúladóttir föstudagsgestur og Parísarmatarspjall


Listen Later

Föstudagsgesturinn Mannleg þáttarins í dag var leikonan, kvikmyndaleikstjórinn og þýðandinn Erla Skúladóttir sem búsett er í New York og hefur búið í þeirri borg í næstum fjóra áratugi. Erla útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1982 og lék hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Leikfélagi Akureyrar, Þjóðleikhúsinu, Alþýðuleikhúsinu, Egg leikhúsinu, Svörtu og sykurlausu götuleikhúsinu og Frú Emilíu áður en hún flutti vestur um haf. Hún vann þar sem aðstoðarkvikmyndatökukona fór svo í mastersnám í kvikmyndaleikstjórn og kvikmyndatöku í New York University. Erla hefur leikstýrt, skrifað handrit, tekið og klippt stuttmyndir og fleira. Í dag vinnur Erla við þýðingar af ýmsu tagi og veit ekkert skemmtilegra en að þýða kvikmyndahandrit. Við slógum á þráðinn til Erlu til New York í dag.
Í matarspjalli dagsins vorum við á frönskum nótum og töluðum því um franskan mat í tilefni af því að var nýkomin þaðan, úr kuldanum í París og þá kom franska lauksúpan sterk inn en hún er borin fram sjóðandi heit og kemur hita í kroppinn. Parísarmatur í matarspjalli dagsins.
Tónlist í þættinum í dag:
Vor í Vaglaskógi / Kaleo (Jónas Jónasson / Kristján frá Djúpalæk)
Here there and everywhere / Beatles (Lennon & Mcartney)
Wise Up / Aimee Mann (Aimee Mann)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

14 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

136 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur by RÚV

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur

3 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

32 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

28 Listeners

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms by heilsuhladvarp

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms

4 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

8 Listeners