Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Dagur B. Eggertssson borgarstjóri Reykjavíkur. Við fengum hann, eins og alla föstudagsgesti, til þess að fara aftur í tímann, en hann sagði okkur frá æskunni og uppvextinum í Árbænum, fyrstu árum lífsins í Osló, árunum í MR og svo að hann hafi farið í læknisfræði til þess að komast hjá því að fara í pólítík. Það gekk nú ekki alveg eftir, eftir læknanámið var hann fljótlega kominn á bólakaf í pólítíkina og hefur nú verið í tæp tuttugu ár í borgarstjórn, þar af rúm sjö ár sem borgarstjóri.
Svo var auðvitað matarspjallið, þar sem Sigurlaug Margrét fékk Dag til að sitja áfram með okkur og segja okkur frá sínum uppáhaldsmat, hvernig hann stendur sig í eldamennskunni og hvað eru hans sérréttir.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON