Í byrjun október mun Gaflaraleikhúsið frumsýna Mömmu klikk! eftir Gunnar Helgason í leikgerð og leikstjórn Bjarkar Jakobsdóttur. Leikkonan og söngkonan Valgerður Guðnadóttir fer með hlutverk mömmu klikk og hún var föstudagsgesturinn Mannlega þáttarins í dag.
1.september er núna á sunnudaginn og af því tilefni fjallaði Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, um fiskisúpur, lúðusúpu og svo hringdi hún í Svanhildi Hólm Valsdóttur sem lumar á frægri súpuuppskrift sem hún deildi með okkur.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON